Færsluflokkur: Samgöngur

Sundabraut, flóttaleið til betri byggða?

Hringbrautin er sprungin. Miklabrautin er sprungin. Ártúnsbrekkan er sprungin. Hvernig eigum við að komast út úr borginni ef vá ber að höndum svo sem eldgos eða önnur hætta? Hvernig er hægt að leysa umferðaröngþveitið í borginni?

Talsverð umræða hefur verið undanfarna daga um Sundabraut, sem hefur verið á aðalskipulagi Reykjavíkur allt frá árinu 1984. Borgaryfirvöld hafa dregið lappirnar varðandi varanlegar lausnir á umferðarmálum borgarinnar og bæta við fleiri umferðarljósum og hringtorgum. Hringbraut heitir sínu nafni af augljósum ástæðum, hún átti að vera hluti af hringbraut um borgina. Enginn heilvita maður getur verið á móti mislægum gatnamótum t.d. á Bústaðavegi og lagningu Sundabrautar og Skerjabrautar, sem myndu gjörbylta umferðinni í borginni. Nú ríkir algjör húsnæðis- og lóðaskortur í borginni. Þessar framkvæmdir myndu a.m.k. hleypa unga fólkinu, framtíðarútsvarsgreiðendurm landsins út úr borginni á skjótan hátt á leið þeirra út í nágrannasveitafélögin þar sem umferð er greiðari og þar sem ungt fólk hefur þó enn einhvern möguleika á að koma sér upp þaki yfir höfuðið. Í Reykjavík eru allir fastir í Ártúnsbrekkunni og búa enn hjá mömmu. 

dagur_sundabraut
 

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband