Síþreyta af mannavöldum?

Það er ekki einleikið hve íslenska þjóðin er orðin þreytt. Jafnvel fólk á besta aldri kemur sér ekki fram úr rúmi vegna þreytu og fjölmargir þjást af óútskýrðum einkennum svo sem höfuðverk, vöðvaverkjum, einbeitingarskorti og meltingartruflunum. Læknar standa ráðþrota gagnvart þessum vanda en einkennin líkjast helst þeim, sem sjást gjarnan hjá hermönnum, sem lifað hafa af eitranir (Gulf War Syndrome). Þegar engin merki finnast um hefðbundna sjúkdóma, er eðlilegt að athyglin beinist að ytri þáttum svo sem eiturefnum í umhverfinu. 

Nú berast fréttir af því að Vegagerð ríkisins úði stórhættulegu eiturefni Roundup meðfram vegum landsins til að hefta gróðurvöxt. Roundup er eiturefni af flokki glyphosate og er eitt algengasta eiturefni, sem notað er í heiminum í dag ekki síst þar sem framleiðandi þess hefur ávallt haldið því fram að það sé hættulaust skepnum og skordýrum. Menn héldu því fram að þar væri komið hinn fullkomni illgresis- og gróðureyðir. En það er öðru nær..

(Man einhver eftir "Agent Orange" úr Víet Nam stríðinu? - Sami framleiðandi)

Nýleg rannsókn bendir til þess að virka efnið í Roundup hafi hamlandi áhrif á mikilvæg ensím í mönnum og dýrum þ.e. cytochrome P450. Þetta getur haft mikil áhrif á niðurbrot annarra eiturefna í líkamanum. Um 75% lyfja eru brotin niður með hjálp þessa ensíms. Það er deginum ljósara, að eiturefni sem hefur svo víðtæk áhrif á líkamsstarfsemi manna og dýra er afar varasamt. Það vekur því furðu að íslenska ríkið skuli dreifa slíkum ósóma yfir gróður landsins. Nóg er nú samt af eiturefnum í umhverfi okkar nú þegar. Leita verður annarra ráða.

Viljum við fá Roundup í grunnvatnið? Það er þegar orðið mikið vandamál í Danmörku og Svíþjóð þar sem eiturefnið mælist nú bæði í grunn- og drykkjarvatni. Það gæti reynst erfitt fyrir okkur að selja slíkt vatn að ekki sé minnst á þann skaða sem það getur valdið lífríki Íslands og eflaust heilsu landsmanna. Er Ríkið að eitra fyrir okkur?

"Með býflununni hverfa blómin"

 

Heimildir:

Samsel A, Seneff S. Glyphosate’s Suppression of Cytochrome P450 Enzymes and Amino Acid Biosynthesis by the Gut Microbiome: Pathways to Modern Diseases. Entropy. 2013; 15(4):1416-1463. 

Eiturefnahernaður með vegum

Glyphosate

Monsanto - Um framleiðanda Roundup 

Roundup illgresieyðir

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hið svokallaða vegafé bænda er á beit í vegköntum. Þar safnast upp eitur í því fé. Neitendur kaupa ''hreint og ómengað kjöt'' segja sauðfjárbændur.

Guðlaugur Ævar Hilmarsson (IP-tala skráð) 29.8.2013 kl. 13:53

2 Smámynd: Júlíus Valsson

Vegaféð hefur nóg með að háma í sig kadíumbætt fóður á veturna. Það má ekki við meira eitri. Iðnaðarsaltið bætist svo ofan á.

Júlíus Valsson, 29.8.2013 kl. 14:23

3 identicon

Já maður spyr sig hvort það sé vísvitandi sem verið er að eitra fyrir okkur af ríkinu með sitt baneitraða Roundup.  Við getum litið til náttúruhamfara eins og Eyjafjallajökuls á dögunum og spurt okkur hvað verður um allt þetta vikur, því ljóst er að við öndum því að okkur daglega , spurningin bara í hve miklu magni og hversu alvarlegar afleiðingar það hefur, veikindi barna eru með ólíkindum og notkun sterapústa slær margfalt heimsmet hér. Spurning hvað veldur?   Svo er það neysluvaran okkar, það er vandfundin sú verksmiðjuframleidda neysluvara sem er ekki eitruð með efnum sem ég kann ekki að nefna, efnum til að vernda geymsluþol vörunnar og gera hana betri á bragðið svo fleiri kaupi hana, sama hvað það kostar neytandann á maðan framleiðandinn græðir. Við tökum flestu með þegjandi þögninni, erum mötuð og færð til eins og beljur á bás og segjum almennt ekki neitt, enda orðin dofin af neyslu eiturefna sem nákvæmlega gera okkur þannig að við látum okkur hafa það, verðum bara þreytt og illa fyrikölluð , þryettari í dag en í gær.

Inga Sæland (IP-tala skráð) 1.9.2013 kl. 09:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband