Pólitískur tvískinnungur eða einelti?

Stjórnmálaumræðan á Íslandi er merkileg.

Á milli kosninga hvetja þingmenn til aukinnar samvinnu á öllum sviðum, innanlanda sem erlendis, án allra fordóma. Hin ýmsu þjóðríki samanstanda jú af fólki og þingmenn virðast ekkert hafa á móti fólki af mismunandi uppruna, jafnvel þeim sem aðhyllast hin ýmsu trúarbrögð og margvíslegar skoðanir, þó svo þær samrýmist ekki alltaf okkar eigin.
Við viljum taka á móti flóttafólki með opnum hug sama hvaðan þeir koma. Við viljum ganga í EFTA, SHENGEN, NAFTA og jafnvel ESB (og skrifa undir TISA) og ávallt vinna þar með öllum og undanskiljum ekki einstök lönd. Það væri rangt. Þetta er jú fólk. Fólk þarf að vinna saman eins og Guðni Th. benti réttilega á nýlega. 

Og þetta viðhorf selur.   

Þegar nálgast kosningar breytist tónninn. Það vekur furðu hve mörgum hinum sömu þingmönnum þykir þá sjálfsagt að lýsa því yfir í fullri alvöru að þeir munu aldrei vinna með ákveðnum stjórnmálaflokki eða flokkum þó svo þessir stjórnmálaflokkar samanstandi bara af fólki, oft með mismunandi skoðanir og lífssýn og vilji öllum vel og eru sáralík okkur hinum.

Og þetta viðhorf selur. Eða hvað? 

Einelti_bæklingur_forsida_1296975997


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband