Lambakjötsfjallið - Einföld lausn

Stjórnvöld áætla að eyða 100 milljónum í markaðssetningu á íslensku lambakjöti í útlöndum, svo ekki komi til verðlækkana á kjöti hér á landi. Íslenskir neytendur skulu borga fullt gjald fyrir lambalærið, hvað sem það kostar. 
Ef 100.000.000 krónurnar skila árangri þá á eftir að flytja kjötið til útlanda með ærum viðbótarkostnaði. Íslendingar eru jú bjánar upp til hópa, það vita menn.

En það er til einföld lausn á þessari vitleysu en það er "Lambakjötspassinn", sem einungis er ætlaður erlendum ferðamönnum hér á landi. Með passanum geta útlendingar keypt lambakjöt í verslunum og á veitingastöðum hér á landi á mun lægra verði en íslenskur almúgi. Þetta eykur ánægju ferðamanna, ferðamannastraumurinn til landsins eykst, kjötfjallið minnkar, gjaldeyrisforðinn stækkar, verslanir og veitingahúsin blómstra, gengið hækkar, skortur verður á lambakjöti sem hækkar verðið enn meira til landsmanna, ríkið sparar, ríkið græðir og allir verða aftur ánægðir, nema almenningur í landinu.  En það er aukaatriði.

Keep it simple!
BB King
 

345-bakad_lambalaeri_grasker_forsida
Lambalæri og meðlæti

 

   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: FORNLEIFUR

Bjáni ertu líka, flestir sem álpast til Íslands eru veganar. Svo er íslenska lambið ekki halalslátrað eða schechtað þannig að kjarnahópur lambakjötsneytenda getur ekki borðað hið heilaga íslenska lamb.

FORNLEIFUR, 17.12.2016 kl. 19:36

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband