Ögmundur: Gunnar kunni að vera hægri maður“.

Gunnar Birgisson var frábær skákmaður. Hann kunni að fórna peði fyrir betri stöðu á taflborðinu og hann vissi að sókn er stundum besta vörnin. Ögmundur Jónasson lýsir honum ágætlega í sunnudagsblaði Mbl í dag. Þar kemur fram, að Gunnar kunni að vera hægri maður. Hann lét þó ekki hægrið trufla sig í að finna hagkvæmustu lausnina.

Grein Ögmundar er góð hugvekja og þörf ábending til þeirra vinstri manna, einkum þeirra sem kenna sig við kommúnisma og sem í blindni halda að þeir geti stjórnað heilbrigðiskerfinu á Íslandi í anda gamla Sovét. Alþjóð veit, og er minnt á það daglega að það gengur ekki upp. Það er beinlínis hættulegt. Þetta vita menn, allir nema þeir sem nú stjórna Heilbrigðisráðuneytinu. Þeir hinir sömu þurfa að koma við í skóla Ögmundar sem fyrst til læra að verða betri vinstri menn.  

kommi

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband