Tvö hundruð ný störf hér á landi og 5- 10 milljarðar í kaupbæti?

Oft er þörf en nú er nauðsyn!

Hvalveiðimenn halda því fram, eflaust með réttu, að mikil fjölgun hafi orðið í hvalastofnunum í kring um landið á undanförnum árum.  Flestir hvalirnir eru skíðishvalir og borða því aðallega ljósátu eða kríli og ýmsa smáfiska eins og síld og loðnu. Oft elta hvalirnir síldartorfur og geta valdið miklum usla.
Hnúfubakurinn hefur nú verið friðaður í rúma öld. Hann var næstum útdauður á sínum tíma. Talið er að nýliðun í stofninum sé um 11% á ári!

Til samanburðar er fróðlegt að skoða stjórn hreindýraveiða hér á landi sem er alfarið í höndum Umhverfisstofu. Stærð íslenska hreindýrastofnsins er metin árlega. Framkvæmd er vetrar- og sumartalning á dýrum og út frá þeim áætluð stærð heildarstofnsins. Stofnstærðinni er stjórnað með því að heimila takmarkaðar veiðar. Ekki eru til nein opinber markmið um hver stærð hreindýrastofnsins eigi að vera. Kvóti á hversu mörg dýr má veiða á ári er miðaður við að halda stofninum stöðugum á bilinu 3500-4000 dýr og nýta hann á sjálfbæran hátt

Á síðustu tveimur árum hefur verið leyft að veiða 1333 dýr sem er um 33% af stofnstærðinni!  

Hvalirnir hafa í auknum mæli snúið sér að fiskiáti og ef ekki verður ekkert að gert, verður algjört hrun í fiskistofnum landsins. Langreiðurinn getur vegið yfir 70 tonn og geta menn því ímyndað sér hve mikið æti slík skepna þarf sólarhring hvað þá á einu ári.

Það eru mikil verðmæti fólgin í hvalaafurðum. Áætla má að það fáist um 3.000 .- kr fyrir hvert kg. af hvalkjöti miiðað við núverandi gengi.

Hrefnan er mikill tækifærissinni og étur í raun hvað sem er einkum þegar harðnar í ári eins og þessar myndir hér fyrir neðan sýna:

 hrefna_3_782488.jpg
 hrefna_1_782487.jpg
 

hrefna_2.jpg


mbl.is Hefjum hrefnuveiðar í apríl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég dreg stórlega í efa að við fengjum 3000 kr fyrir kg af hval á heimsmarkaði.  Það er ekki nema lítil prósenta af öllum hvalnum sem nær hæsta gæðaflokki og þá mögulega á 3000 kall.. restin færi á svona 500-1000 kr og þætti bara helv gott.

Óskar Þorkelsson, 28.1.2009 kl. 12:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband