Hin rísandi sól hagfræðinnar

"Í garðinum eru fjórar árstíðir, sumar, vetur, vor og haust" sagði garðyrkjumaðurinn Chance á sínum tíma. Sá hinn sami varð um skeið einn helsti efnahagsráðgjafi ríkisstjórnar Bandaríkjanna, vegna þessarar einföldu en djúpu speki, a.m.k. ef trúa má kvikmyndinni Being there.

Nú er vor í lofti í aldingarði hagfræðinnar á Íslandi, ef marka má orð Þórólfs Matthíassonar hagfræðiprófessors í frægu útvarpsviðtali á Útvarpi Sögu þ. 12. febrúar 2010.

"Að hagvöxtur aukist hér á landi er jafn víst og að sólin kemur upp á morgun".
Þetta eru góðar fréttir. Það vakti athygli að prófessorinn mátti ekki vera að því klára viðtalið. Efnahagur þjóðarinnar er í beinu samhengi við gang himintunglanna og snúning jarðar og sveiflast er ekki einungis með árstíðunum. Prófessorinn skundaði út að þessu mæltu með spekingssvip. Hann þurfti væntanlega að sinna garðyrkjustörfum og gá til veðurs, hver veit? Stjörnubjart var orðið þegar viðtalinu lauk.

Það vekur athygli þegar menn rjúka á dyr og skella hurðum í miðjum viðtölum. Eitthvað var því látið ósagt. Hins vegar var það, sem sagt var í þættinum væntanlega mun merkilegra en það sem ekki var sagt. Ég hvet því alla, jafnt aðdáendur Jerzy Kosińskis sem og aðdáendur íslenskrar hagfræðispeki, að hlusta á þetta athyglisverða viðtal á Útvarpi Sögu.

Það vorar í garðinum. Íslenskir garðyrkjubændur eru bæði vel menntaðir og skýrir í hugsun. Uppskeran er eftir því. Og á morgun rís sólin í austri.   

being_there.jpg
Keep it simple!
BB King


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sælinú,

alltaf gott þegar menn slá í borðið eða skella hurðum í réttlátu reiðiskasti. 

Verra er, þegar hlustað er á prófessorinn, að skynja umsvifalaust að hann er gjörsamlega rökþrota.  Ótrúlegt að maður, sem maður ætlar að hafi akedemiska merita, sé svo hrokafullur og einfaldur.  Er hann í raun og veru prófessors competent??

Guðm. (IP-tala skráð) 14.2.2010 kl. 00:57

2 Smámynd: Júlíus Valsson

Ég hef ekki hundsvit á hagafræði en viðtalið var mjög áhugavert.

Júlíus Valsson, 15.2.2010 kl. 07:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband