8.4.2010
Lífsgæðafabrikkan
Lady GaGa var sköpuð af nefnd, rétt eins og úlfaldinn. Munurinn er sá, að hvað frúna varðar þá var nefndin sammála, öfugt við úlfaldanefndina. Mig hefur stundum grunað að MJ hafi verið vel útfært plott, allavega þar til kviknaði í hárinu á honum og hann missti nefið.
Nú get ég ekki beðið eftir að berja augum og fá smakka á handborgurunum hjá Jóa og Simma í Fabrikkunni þeirra í 2007 turninum. Þetta verður eins og fyrir tónleika Led Zeppelin í Höllinni. Maður mætir auðvitað kvöldið áður með hitabrúsa og teppi. Að sjálfsögðu. Þeir klikka ekki.
Við íslendingar höfum sýnt og sannað, að við kunnum eitthvað í markaðssetningu. Við getum meira að segja unnið saman. Við getum sett saman nefnd, sem kemur málum áleiðis öllum til hagsbóta. Einhver er enn tilbúinn að fjárfesta í góðum hugmyndum. Nú er bara að setja saman nefnd, sem kemur okkur áfram í samfélagi þjóðanna. Stjórnmálastéttin getur það ekki. Við þurfum að koma okkur sjálfum og okkar vörum á alþjóðlegan markað. Nýjar hugmyndir þurfa ekki endilega að vera frumlegar. Við getum notað það sem þegar er til á hugvitsamlegan hátt.
Höldum svo upp á það með einum stórum Big-FAB hjá Jóa og Simma.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.