Garðaúðun. Drepur allt.

Þegar býflugan deyr, þá deyja blómin.

Tími garðaúðunar dauðans er að hefjast. Eiturpésar ganga um með eiturkúta og gasgrímur. Eiturgufur þrengja sér inn um glugga og gættir. Krakkar og kettir kasta upp, fullorðnum verður bumbult.

Skordýraeitrið heitir "permetrín". Það er eitrað fyrir menn og spendýr en banvænt fyrir nær öll skordýr; fiðrildalifrur, blaðlýs, maura, köngulær, allar flugur jafnt bý- sem hunangsflugur.  Permetrín drepur allt líf í garðinum. Það drepur fiska og það getur valdið ofnæmi hjá fólki. Það brotnar þó fljótt niður en er mjög öflugt á meðan það er virkt.

Eitrið drepur öll skordýr, jafnt gagnleg sem "ógagnleg".  
Garðaúðun raskar lífríki náttúrunnar.
Garðaúðun er hryðjuverk gegn lífríkinu.

Mikil vandamál hafa skapast víða t.d. á Bretlandseyjum. Þar er hunangsflugan horfin. Býflugur eru að hverfa í Bandaríkjunum. Þetta veldur því að blóm og jurtir að ýmsum toga frjóvgast ekki lengur. Lífríkinu hefur hnignað stórlega.

Til eru aðrar einfaldar leiðir til að halda skaðlegum skordýrum í skefjum en garðaúðun með banvænu eitri. T.d, með því að velja réttar tegundir gróðurs í garða. Tryggja nægilegt vatn og næringu. Úða bara með vatni á vorin þegar fiðrildalifrur kvikna.

Verndum lífríki náttúrunnar. Sláum skjaldborg um hunangsfluguna.

áhugaverðir hlekkir:
Bumbebees in Crisis (UK)
The Honey Bee Crisis (USA)
Um garðaúðun (Árni Davíðsson)

bumble-bee.jpg
"Keep it simple"
BB King 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Þú segir nokkuð Júlíus ! maður var að þessum fjanda árvisst, þar til við fluttum hingað út til Noregs 1985, en síðustu 2 árin reyndum við að úða með grænsápublöndu og það hélt blaðlúsinni í skrfjum en virtist ekki drepa önnur skordýr né skaða gróður ??

Mér vitanlega er ekkert svona gert í heimagörðum hérlendis, allavega aldrei heyrt um það þau 25 ár sem við höfum búið hér, og eitt sem ég hef tekið eftir er að ef hunangsflugur byggja sér bú í og við húsið okkar, sjást ekki geitungar það árið og það val er ekki erfitt.

Kristján Hilmarsson, 8.5.2010 kl. 18:50

2 Smámynd: Elínborg

Mikið er ég hjartanlega sammála þér Júlíus, hef ekki legið á þessari vitneskju undanfarin ár. Varð einmitt svo yfir mig glöð seint í mars,þegar bústin og falleg hunangsfluga heimsótti mig í eldhúsgluggann, fannst hún svo góður vorboði :) En ég skutla þeim alltaf út um gluggann,bara veiði þær í gott plastbox áður....

Ég held að margir hugsi því miður of lítið um afleiðingar, bara einhverjar "skyndilausnir" sem hafa svo skelfileg áhrif síðar...

Kannski kominn tími á Samtök til verndar hunangsflugunni :)

Takk fyrir þarfa umræðu.

Elínborg, 8.5.2010 kl. 21:12

3 identicon

Í garðnum heima hjá mér (garðurinn verandi 20 m2 svalir) hef ég tekið þann pól í hæðina að stressa mig ekki yfir leiðinlegum skordýrum eins og lúsum. Láta þetta bara vera. Annaðhvort mynda plönturnar ónæmi með tímanum eða þær hreinlega drepast og mér er hundsama ef þær drepast. Sú var tíðin að eg fór í algjöran keng þegar rósirnar mínar voru alþaktar lúsum. Ég er búin að ganga í gegnum þetta allt, spreyja með grænsápublöndu, spreyja með tóbaksvatni og jafnvel kaupa einhver eiturefni út úr búð. Frá mínum bæjardyrum séð er ekkert af þessu fyrirhafnarinnar virði. Það er til fullt af fallegum fjölærum plöntum sem aldrei draga að sér óværu. Maður á bara að gleðjast yfir þeim. Þessar leiðinda rósir mínar eru samt ennþá við lýði.

Anna Rögnvaldsdóttir (IP-tala skráð) 9.5.2010 kl. 00:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband