Að sitja í kyrrðum

Eldgos eru hvergi nefnd í Íslendingasögum. Það kann að vekja furðu en í raun þótti óþarft að segja frá því algenga og auðsæja. M.ö.o. það tók því ekki að nefna það.

Ekki er heldur mikil kyrrð í fornsögum. Kyrrð er þar sjaldan nefnd. Þó greinir frá því í Finnboga sögu ramma og Gunnars sögu Kveldnúpsfífls að menn "sátu í kyrrðum" og þá gjarnan skömmu fyrir einhvern ófrið. En aldrei lengi.

Nema í Kormáks sögu.
Þar lætur Bersi gera virki um bæ sinn og "sat þá marga vetur í kyrrðum". Þetta þótti saga til næsta bæjar. Bersi var auðmaður, vígamaður og hólmgöngumaður en um leið drengur góður. Eftir ófarir sínar var hann uppnefndur af sætustu stelpunni í sögunni: "Rassa-Bersi", nafn sem ekki hæfir sönnum víkingi og alls ekki manni, sem áður var nefndur "Hólmgöngu-Bersi". Nú sitja auðugir víkingar ekki í kyrrðum, ótilneiddir. En það er ljótt að uppnefna fólk.

Kyrrð færist nú yfir Eyjafjallajökul. Þá ættu menn að vera á varðbergi, því eldur kraumar undir. Ómar Ragnarsson, sem hefur fylgst með 21 eldgosi segir að þegar kyrrðin færist yfir, þá fyrst sé vá fyrir dyrum. Kvikan getur brotist upp á óvæntum stað.

En það tekur því varla að nefna það.  

"Torugætir eru, teitan
tók hrafn á ná jafnan,
ek em við ógnar rekka
óhryggr, vinir tryggvir."
      Hólmgöngu-Bersi (uppnefndur Rassa-Bersi)

vikings_duels_992650.jpg

Keep it simple
BB King

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Hver man ekki þá tíma sem að stjórnmálamenn höfðu það eitt við sinn tíma að gera að skipta sér af því hvort að börn væru klædd í bleikan eða bláan fatnaðað á spítulum! Og erlendu fréttirnar færðu okkur skilmerkilegar fréttir af París Hilton. Hvað er nú annars að frétta af henni stúlkukindinni?

Guðrún Sæmundsdóttir, 21.5.2010 kl. 10:28

2 Smámynd: Júlíus Valsson

Rétt hjá þér Guðrún. Það ætti ekki vera nein gúrkutíð.

Júlíus Valsson, 21.5.2010 kl. 10:30

3 Smámynd: Tómas H Sveinsson

Varðandi eldgosin og söuna, minni ég á "Hverju reiddust goðin er það hraun rann er vér nú stöndum á". Þetta svar, árið 1000, á Alþingi, var sagt vegna fréttar um eldgos.

Tómas H Sveinsson, 21.5.2010 kl. 17:21

4 Smámynd: Júlíus Valsson

Góð tilraun Tómas. En...
Biskupasögur eru ekki taldar til Íslendingasagna og hraun er ekki það sama og eldgos (sbr. Falukorv er ekki það sama og sænskur grís).

Munið broskarlana :)

Júlíus Valsson, 21.5.2010 kl. 17:58

5 Smámynd: Tómas H Sveinsson

Jú, en þó ekki. Maður kom ríðandi að austan og sagði að eldgos væri hafið. Þá sagði einhver að það væri von því goðin hlytu að vera reið yfir þessum umræðum að asnast nú að fara að taka kristni. Þá sagði einhver spekingurinn "Hverju reiddust ....etc" Ergo. Eldgos er nefnt, en í hvaða sögu hef ég ekki hugmynd um. gæti þess vegna verið í sögunnunni um liitlu gulu hænuna

Tómas H Sveinsson, 21.5.2010 kl. 18:17

6 Smámynd: Júlíus Valsson

Sæll aftur Tommi

Þú meinar að Snorri goði hafi þá bara etið Goða pyslur?

Júlíus Valsson, 22.5.2010 kl. 02:03

7 Smámynd: Júlíus Valsson

Clintan forseti heimsótti áðurnefnt hraun og í beinu framhaldi af því fékk hann sér eina á Bæjarins bestu (þ.e. SS-pylsu) og nokkrum dögum síðar fékk hann kransæðastíflu. Það er kraftur í þessu

Júlíus Valsson, 22.5.2010 kl. 02:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband