Alveg rafmagnað

Nú er stemmingin víða rafmögnuð. Hluti af skýringunni getur verið ákveðinn fortíðarvandi. Gömul kvika hefur komið upp á yfirborðið og sprungið þar með látum. Afraksturinn dreifist um umhverfið og mönnum súrnar. Það svíður í augun og vit. Talsvert eymir enn eftir af ertingi og pirringi. Eitrað andrúmsloft.

Vísindamenn hafa nú komist að því, að eldfjallaaskan úr Eyjó, sem truflað hefur flug víða í Evrópu er afar rafmögnuð. Hingað til hafa menn haldið því fram að öskuský séu einungis hlaðin rafmagni við ystu mörk þeirra þ.e. efst og neðst og sé það orsök þeirra miklu eldinga, sem sjást gjarnan við eldgos þar sem öskuský eru áberandi. Bretar sendu nýlega veðurathugunarloftbelg upp í andrúmsloftið þ.e. í gegn um öskuský frá Íslandi og kom þá í ljós, að allt skýið var mjög hlaðið rafmagni. Og ekki nóg með það. Öskuagnirnar inni í skýinu virtust viðhalda og mynda rafhleðslur á eigin máta, væntanlega með núningi á milli agnanna. Þessar rafhleðslur eru taldar geta valdið alvarlegum truflunum á samskipta- og stjórntækjum flugvéla, sem fljúga í gegn um öskuský. Einnig eru hugsanleg áhrif á veðurfar t.d. regn.

Það er því ekki einungis yfirborðið, sem getur verið rafmagnað heldur innviðirnir einnig. Einkum þar sem núningur er. Gæta þarf varúðar í slíku umhverfi. 

ref.
ScientificAmerican.com-10-05-28

Self-charging of the Eyjafjallajökull volcanic ash plume

lightning-volcano.jpg

 

Keep it Simple
     BB King


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband