Með lúpínunni hverfur lyngið

Með lúpínunni hverfur lyngið
og með skóginum hverfur útsýnið

Keep it simple
BB King

 thorsmork




 


mbl.is Ekki auðvelt að eyða lúpínu með eitri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það er alger villimennska að nota eitur á gróður. Allra síst ætti nokkrum manni að koma til hugar að nota eitur úti í náttúrunni.

Árni Gunnarsson, 4.8.2010 kl. 15:38

2 identicon

Að nota "round-up" á gróður til að eyða lúpínu er jafn klikkað og nota stíflueyði sem handsápu...

Óskar (IP-tala skráð) 4.8.2010 kl. 17:33

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Sagt hefur verið að framleiðandi eiturefnisins standi að baki þessari herferð gegn lúpínunni. Ef satt reynist þá er það hlutaðeigandi til mikils vansa.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 4.8.2010 kl. 20:30

4 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Nokkrar kynslóðir Íslendinga verða að sætta sig við breytta ásýnd lands og lúpínuna. Þó ekki margar. Skógargróðir tekur við af lúpínunni og það á alveg sjálfbæran hátt. Lúpínan myndar jarðveg og bindur hann um leið. Lyngbobbinn, þar sem völ er á honum, hraðar svo umsetningunni umtalsvert, þar sem hann étur bæði nýja lúpínu og á vorin þá gömlu frá fyrra ári.

Lúpínan er fórnarkostnaðurinn til að halda jarðvegi og ryðja brautina fyrir uppgræðslu landsins. Lyngið og margvíslegar blómplöntur aðrar í vistkerfi þess eiga heima til fjalla en eru alltof veikburða til að varðveita landgæði okkar í byggð hvað þá að bæta þau. 

Sigurbjörn Sveinsson, 4.8.2010 kl. 23:12

5 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Fátt bætir jarðveginn jafnvel og lúpínan. Hún er lifandi köfnunarefnisverksmiðja sem flesta plöntur geta nýtt sér mjög vel. Ef stemma á sigu við útbreiðslu lúpínu er sennilega mjög virk aðferð að planta birki í lúpínubreiðurnar. Ársvöxtur birkis við góðar aðstæður getur orðið hálfur metri á sumri!

Það er því allt að því heimska að grípa til eiturefna í „baráttunni“ gegn lúpínunni. Hún á allt gott skilið þó svo að ekki kunni allir að skilja eðli hennar.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 5.8.2010 kl. 20:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband