27.8.2010
Þvagorka hf.
Fjöldi manna á jarðkringlunni er nú um 7 milljarðar. Allir þurfa að pissa og er talið að allt þetta fólk gefi frá sér um 10 milljarða lítra af þvagi á degi hverjum. Þá er eftir að reikna með öllu því þvagi, sem kemur frá blessuðum skepnunum. Þvag er lang algengengasta úrgangsefnið á Jörðinni og skapar það vaxandi vandamál einkum vegna fjölgunar mannkynsins. Það kostar tíma, fé og fyrirhöfn að losa okkur við allt þetta þvag úr umhverfinu.
Efnafræðiverkfræðingi nokkrum í Ohio í Bandaríkjunum (Gerardine Botte) datt í hug árið 2002 ákveðin lausn á þessu vandamáli. Hann sá fyrir sér þann möguleika, að nýta mætti þvag til þess að framleiða vetni (H2). Hægt er reyndar að framleiða vetni í miklum mæli úr olíu en það skapar viss vandkvæði varðandi geymslu og flutning. Annar möguleiki er að rafgreina vatn á staðnum, eins og gert hefur verið m.a. hér á landi. Þetta er þó mjög orkukrefjandi ferli. Enn annar möguleiki er að nota þvag í stað vatns. Þvagið inniheldur um 2% þvagefni (urea), miðað við þyngd og hvert mólikúl af þvagefni inniheldur 4 vetnisatóm (Formúla: CO(NH2)2).
UREA (þvagefni) |
Vetnisatómin eru mun laustengdari í þvagefni en í vatni (H2O), sem þýðir að það þarf mun minni orku til að kljúfa þvagefni en vatn. Botte hefur þegar tekist að smíða tæki (sellu), sem framleiðir vetni úr þvagi með mun minni raforku en sem þarf til að framleiða vetni úr vatni (0,37 volt í stað 1,23 volta). Hreint vetni streymdi úr katóðunni en köfnunarefni og kolefni úr anóðunni.
Tilraunir eru nú hafnar við að framleiða raforku beint úr þvagi, m.ö.o. að nota þvag sem hreinan orkugjafa.
Íslendingar hafa löngum verið þekktir fyrir mikil þvaglát, einkum um helgar. Menn leggja því til talsvert af þvagi hér á landi á degi hverjum. Nú hafa nokkrir framtakssamir menn undir forystu ransóknar teymis prof. Nielsson frá Ohio sett á fót fyrirtækið Þvagorka hf. Þar feta þeir í fótspor meistara Botte (sem þeir uppnefna í gríni Mr. Bottle).
Erlendis er víða farið að tala um "gula gullið" og er þar átt við þau verðmæti sem búa í hinum fagra gula vökva en sem menn hingað til hafa sóað. Hreinlega sturtað niður.
Frumkvöðlarnir ungu hjá Þvagorku hf eru staðráðanir í því nýta þvag landsmanna til verðmætasköpunar og að pissa ekki bara í skóinn sinn í framtíðinni.
Frekari upplýsingar um fyrirtækið fást hjá talsmönnum Þvagorku hf: thvagorka@gmail.com
Keep it simple
BB King
Heimildir:
Pee is for power: Your electrifying excretions. New Scientist, 21 ágúst 2010, bls. 37
Chemical Communications, 2009, bls. 4859
www.thvagorka.com
Athugasemdir
Öreigar allra landa. Sameinist og pissið í sama koppinn !!!!
Tómas H Sveinsson, 28.8.2010 kl. 08:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.