31.8.2010
Hefnd Gúgglaranna
Microsoft (MSFT) hefur líklega kostað mannkynið meiri heilabrot og sóað meiri tíma saklausra borgara en öll þau fyirbæri, sem fram hafa komið eftir seinni heimstyrjöldina. Vel þekkt eru stríð fyrirtækisins við keppinauta sína og þær hrottalegu aðferðir sem það beitir til að útrýma þeim, sem leiðir hugann aftur að stríðsárunum.
Internet Explorer var lengi leiðinlegasti og um leið lélegasti netvafinn á markaðnum. Reyndar var hann algjörlega óþolandi. Þar til Mozilla Netscape kom fram. Þá fóru (MSFT) menn að hugsa sinn gang. Þegar Google Chrome hóf að ógna þeim, var fjandinn laus.
Svo virðist, sem tölvudrengirnir úti í hinum stóra heimi séu í stöðugu innbyrðis stríði og reyni að skemma sem mest fyrir hver öðrum. Þetta minnir einna helst á ástandið í stjórnmálunum hér á landi. Sagt er t.d., að (MSFT) hafi á síðasta ári komið fyrir alvarlegri truflun í Firefox vafrarann.
Margir sem nota að staðaldri Outlook póstforritið nýta sér leitarmöguleika forritsins til að finna ákveðna tölvupósta. Ef menn hins vegar falla í þá gildru að setja upp hjá sér forrit frá Google Chrome, sem heitir GoogleAppSync, þá klippir það forrit á alla leitarmöguleika í Outlook. Hið sama gerist ef menn asnast til að niðurhala og keyra upp forrit, sem samkeyrir dagbókina í Outlook (Outlook Calendar), sem nefnist GoogleCalendarSync. Hefnd Google segja sumir.
Gúggl dagsins er því "strokleður". (MSFT) á næsta leik...
Snjallt, eða heimskulegt? Dæmi hver fyrir sig.
Viðbót þ. 1. september 2010:
Hér er ókeypis forrit (Xobni), sem leysir þennan vanda að mestu.
Keep it simple
BB King
ref.
http://blogs.msdn.com/b/outlook/archive/2009/06/17/google-apps-sync-disables-outlook-search.aspx
http://www.zdnet.com/blog/btl/google-apps-sync-cuts-off-outlooks-desktop-search/19847
http://www.google.com/support/calendar/bin/answer.py?hl=en&answer=89955
eftirfarandi gæti virkað fyrir suma (Windows 7):
http://social.technet.microsoft.com/Forums/en/outlook/thread/1ca99ecf-5a31-4af5-8b3f-48c8112b4546
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.