Ný meðferð við sortuæxli

Sortuæxli er hættulegasta gerð húðkrabbameins. Það myndast í litafrumum húðarinnar t.d í fæðingarblettum. Tíðni sjúkdómsins hefur af einhverju orsökum margfaldast á undanförnum 20 árum.  Árlega greinast u.þ.b. 30 sortuæxli og 30 forstigs sortuæxli á Íslandi.  Árlega deyja að meðaltali 9 manns hér á landi vegna sjúkdómsins. Um 2000 manns greinast með sjúkdóminn árlega í Svíþjóð.

Tíðni
Sortuæxli er sjöunda algengasta tegund krabbameina hjá konum og það tólfta algengasta hjá körlum. Það er algengasta krabbamein hjá konum á aldrinum 20-35 ára fá. U.þ.b. helmingur allra sem fá sortuæxli er undir fimmtugu en sortuæxli eru mjög sjaldgæf hjá börnum.

Meðferð
Þegar sortuæxli greinist snemma og æxlið er þunnt (vaxið mjög grunnt ofan í húðina), er hægt að lækna sjúkdóminn með skurðaðgerð. Það skiptir megin máli að greina sortuæxli snemma því það eru bein tengsl á milli þykktar sortuæxlis í húð og lífslíka. Ef æxlið hefur sáð sér í eitla og önnur líffæri
og mynda meinvörp geta þau verið með illvígari æxlum. Þá er beitt krabbameinslyfjum, ónæmismeðferð eða geislum. Bólusetningarmeðferð og rannsóknir á erfðum sjúkdómsins hefur lengi verið helsta von læknavísindanna um nýja meðferð við sortuæxli. Sortuæxli eru þó að sumu leyti nokkuð sérkennileg og í rauninni eina krabbameinsæxli manna, sem getur vakið mjög ákveðna ónæmissvörun. Þetta hefur verið þekkt lengi fyrir það að læknar tóku eftir því að sjúklingar með þessi æxli gátu átt það til að læknast eins og fyrir kraftaverk. Á síðari árum hafa læknar og vísindamenn síðan reynt að notfæra sér þetta og notið þá hliðsjónar af stóraukinni þekkingu í ónæmisfræði. Of snemmt er að segja að ónæmismeðferð gegn sortuæxlum sé komin af tilraunastigi en tilraunirnar lofa góðu.

Ný meðferð
Þegar læknar komust að þeirri staðreynd að í meirihluta sortuæxla (malignant melanoma) hefur orðið stökkbreyting í geni sem kóðar ákveðið prótein B-Raf proto-oncogene serine/threonine-protein kinase (B-RAF). Þetta prótein stjórnar m.a. frumuvexti. Þegar stökkbreyting verður í þessu geni í fóstri getur það leitt til fæðingagalla og ef það gerist hjá fullorðnum getur það leitt til myndun krabbameins.

Nýlega  upplötvuðu læknarnæytt lyf, sem hefur áhrif á krabbamein með því að hemja B-RAF próteinið:

250px-protein_braf_pdb_1uwh.png
B-RAF prótein

 
Plexxikon (PLX4032, einnig þekkt sem RG7204)

Í klíniskri rannsókn sem nýverið var gerð hjá Abramson Cancer Center of the University of Pennsylvania, Philadelphia í USA voru í byrjunarhópi 49 sjúklingar með sortuæxli og af þeim voru 32 sjúklingar með útbreiddan sjúkdóm, (þ.e. komnir með útbreidd meinvörp, BRAF með V600E stökkbreytingu) meðhöndlaðir með lyfinu. Lyfið var gefið í vaxandi skömmtum þ.e. þar til óþol myndaðist fyrir því (útbrot, þreyta og liðverkir). Sextán einstaklingar í byrjunarhópnum með sortuæxli sýndu góða svörun við meðferðinni með lyfinu og af þeim sem fengu hærri skammta var góður árangur hjá 10 sjúklingum til viðbótar og einn læknaðist alveg. Af þeim 32 sjúklingum, sem voru með útbreiddan sjúkdóm og héldu áfram í rannsókninni, sýndu 24 hlutasvörun (partial response) og tveir læknuðust alveg.

Það er mjög mikilvægt að benda á, að þessar rannsóknir eru á algjöru frumstigi og að lyfið er ekki enn komið á markað. Þetta vekur þó vonir um að frekari rannsóknarvinna lækna í USA muni leiða til meðferðar sem getur í vissum tilvikum haldið niðri og jafnvel læknað þennan alvarlega sjúkdóm en einnig önnur krabbamein svo sem krabbamein í skjaldkirtli og í ristli o.fl.

Myndir af sortuæxlum má finna á eftirfarandi síðum:
http://www.aftonbladet.se/kropphalsa/cancer/article486652.ab

http://knol.google.com/k/krishan-maggon/plx-4032-plexxikon-roche-melanoma-review/3fy5eowy8suq3/135#Melanoma

http://www.landlaeknir.is/Pages/669

ref.


http://www.hudlaeknastodin.is/page27/page27.php?categories=Sortu%C3%A6xli

http://atlasgeneticsoncology.org/Genes/BRAFID828.html

http://www.nejm.org/doi/full/10.1056/NEJMoa1002011

http://en.wikipedia.org/wiki/BRAF_%28gene%29

http://en.wikipedia.org/wiki/Serine/threonine-specific_protein_kinase


http://en.wikipedia.org/wiki/Protein_kinase


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Takk fyrir góða grein.

Jóhanna Magnúsdóttir, 4.9.2010 kl. 12:44

2 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Góð fréttir, það verða sífelldar framfarir í meðferð sjúkdóma,

Guðrún Sæmundsdóttir, 4.9.2010 kl. 13:45

3 Smámynd: Tómas H Sveinsson

Mjög athyglisvert. Vonandi gefa frekari rannsóknir jákvæða niðurstöðu og það sem fyrst.

Tómas H Sveinsson, 4.9.2010 kl. 15:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband