Jón Kr. Ólafsson sjötugur - haustlauf í FÍM salnum

Það er með ólíkindum, að þessi ungi drengur skuli vera orðinn 70 ára. Hann er einn af þessum eðal mönnum að vestan, sem enn eru spurðir um skilríki í ÁTVR, og í Fríhöfninni. Hann ber aldurinn vel hann Jón. Nýlega var hann tilnefndur heiðursborgari Vesturbyggðar (loksins) og í kvöld var hann heiðraður bæði af FÍH og Fjallabræðrum. Troðfullt var út úr dyrum í FÍH salnum þar sem upp tróðu helstu söngvarar og skemmtikraftar þjóðarinnar, Jóni Kr. Ólafssyni til heiðurs. Hann átti það svo sannarlega skilið. Stofnuð hafa verið hollvinasamtök til styrktar tónlistarsafni Jóns Kr. á Bíldudal.

Haustlaufin falla, en Jóni Kr. stendur enn hnarreistur í haustkulinu og skiptir ekki litum eftir pöntun 

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband