9.10.2010
Áhrif farsíma á býflugur
Þegar býflugan deyr, þá deyja blómin.
Á Bretlandseyjum er hunangsflugan nánast að hverfa. Stofn býflugna hefur það í landi minnkað um 17% skv. mælingum. Býflugur eru einnig að hverfa í Bandaríkjunum og hefur fækkað um 30%. Þetta veldur því að blóm og jurtir að ýmsum toga frjóvgast ekki lengur. Lífríkinu hefur hnignað stórlega. Talið er að býflugurnar frjóvgi um 90% af öllum nytjaplöngum heimsins.
Menn hafa lengi velt því fyrir sér, hverju er um að kenna. Þar eru nefnd til sögunnar snýkjudýr, varroa, veðurfarsbreytingar og notkun skordýraeiturs. Nýjar rannsóknir benda til þes, að geislun frá farsímum geti einnig verið um að kanna að einhverju leyti.
Í Panjab University í Chandigarh, norður hluta Indlands festu menn farsíma á býflugnabú og höfðu kveikt á honum í 15 mínútur tvisvar á dag. Í ljós kom, að býflugurnar hættu að framleiða hunang og eggjum drottningarinnar fækkaði um helming og stærð þeirra minnkaði mikið.
Andrew Goldsworthy, líffræðingur hjá Imperial College, London, hefur rannsakað líffræðileg áhrif segulrafsviðs á lífverur. Hann telur hugsanlegt að geislunin frá farsímunum hafi áhrif á litarefnið cryptochrome, sem býflutur og önnur dýr nota til að rata um með hjálp segulsviðs jarðar. Geislunin frá farsímunum geti valdi því, að býflugurnar einfaldlega rati ekki aftur heim. Það megi þó "afrugla" býflugurnar með því að breyta tíðnisviði farsímanna.
Íslendingar gætu stuðlað að framþróun á þessu sviði með rannsóknum á áhrifum segulrafsviðs á býflugur og önnur dýr. Afla mætti fjár t.d. með því að draga úr útgjöldum RÚV.
Keep it simple BB King |
áhugaverðir hlekkir:
CNN
Bumbebees in Crisis (UK)
The Honey Bee Crisis (USA)
Athugasemdir
Sæll Júlíus
Var einhver að tala í farsímann sem fest var á býflugnabúið?
Ef enginn er að nota símann og aðeins kveikt á honum, þá er útgeislunin frá honum mjög lítil. Mest allan tímann er hún engin. Stöku sinnum sendir síminn út stutt skeyti til að láta símkerfið vita í hvaða sellu farsímakerfisins hann er. Þetta gerir hann þegar símakerfið sendir út fyrirspurn til að staðsetja símana. Þessi skeyti frá farsímanum eru örstutt (um 1 sekúnda) og getur liðið langur tími milli þess sem svona sendingar fara fram.
Reyndar gerði Jochen Kuhn Prófessor hjá háskólanum í Landau svona tilraun og kynnti niðurstöðurnar árið 2003:
"Kuhn, J. (2003). An Advanced Interdisciplinary Study in Theoretical Modelling of a Biological System – The Effect of High-Frequency Electromagnetic Fields on Honey Bees. ACTA SYTEMICA – IIAS Interna-tional Journal, Vol. III, No. 1, 31-36."
Í Spiegel var fjallað um málið árið 2007:
Debunking a New Myth: Mobile Phones and Dying Bees.
http://www.spiegel.de/international/world/0,1518,477804,00.html
Svo er það líka auðvitað að þó svo áhrifi frá farsíma sem liggur þétt við býflugnabú séu einhver, þá geta þau vart verið mikil þegar síminn er kominn í smá fjarlægð frá búinu, því sendiaflið minnkar um 6db fyrir hverja tvöföldun fjarlægðar.
Ágúst H Bjarnason, 10.10.2010 kl. 07:16
Góð athugasemd Ágúst. Hér er tilvitnunin:
"The researchers used Apis mellifera colonies, two of which were provided with two cellphones of GSM 900 MHz frequency – each on a side wall of the hive in call mode. The average radiofrequency power density was 8.549 µW/cm2. Two control colonies remained unexposed to cellphones. The test colonies had an exposure for 15 minutes, twice a day during the period of peak bee activity (1100 and 1500 h) for twice a week extending over February to April, 2009. The treatment covered two brood cycles."
http://beekeepingtimes.com/index.php/news-&-events/on-the-research-front/69/272-cellphone-radiation-affects-honey-bees-punjab-university-chandigarh-study-
Júlíus Valsson, 10.10.2010 kl. 22:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.