Kjarnorkuslys?

Svíar og fleiri þjóðir hafa lengi haft talsverðar áhyggjur af öryggismálum kjarnorkuvera í Litháen og Rússlandi og hafa m.a. harðlega gagnrýnt öryggismál í kjarnorkuverinu Ignalina í Litháen. Sitt sýnist þó hverjum um hvort raunveruleg hætta stafi af Ignalina, sem er af sömu tegund og það sem var í Tsjernóbíl en orkumálaráðuneyti Bandaríkjanna lýsti á sínum tíma Ignalina-kjarnorkuverinu sem einum hættulegasta kjarnorkubúnaði í heimi.

 maplithuania.gif

Það var reist á 9. áratugnum í borginni Visaginas í Litháen þegar landið var enn hluti af Sovétríkjunum sálugu. Verinu var formlega lokað á gamlársdag 2009 með aðstoð norræns fjármagns til að uppfylla skilyrði ESB fyrir inngöngu Litháens í sambandið. Lokun versins hófst þó mun fyrri eða árið 2004.  Nú berst orðrómur um að um 300 tonn af geislavirkri eðju hafi lekið úr kjarnorkuverinu í Ignalina þ. 5. október 2010. Þetta er haft eftir sjónarvottum. Ef rétt reynist er hér um að ræða mjög alvarlegt umhverfisslys, sem merkilega lítið hefur verið fjallað um í fréttum.

ignalina.jpg

 

Keep it simple
BB King

 

 

 ref.
http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=1067380

http://www.bellona.org/articles/articles_2010/ignalina_leak


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband