Egils Gull

Skapandi menningarstarfsemi er orðinn stærsti atvinnuvegur þjóðarinnar. Að skrifa um glæp skilar meiri arði en glæpurinn sjálfur. Stofnaðir hafa verið glæpaskólar þar sem ungu fólki er kennt að fremja glæpi, en bara í huganum að sjálfsögðu, og skrifa um þá glæpaspennusögur.

Íslenskar glæpasögur seljast í tonnatali á Oxford Street og Wall Street. Gjaldeyrisforði landsins gildnar, ekki lengur vegna bankarána heldur vegna glæpasagnaritunar, sem aflar nú þjóðinni meiri gjaldeyris en álverin. Listamenn og skáld ganga ekki lengur hungraðir um götur bæjarins eða hanga á kaffihúsum. Þeir sitja við rándýra uppljómaða tölvuskjái og skipuleggja nýja glæpi, í huganum. 
Þeir eru orðnir fjárfestar.

slendingur_skip_jpg_550x400_q95.jpg
Keep it simple
BB King

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ellert Júlíusson

Reyndar fannst mér eins og einungis hefði verið að ræða um veltu. Hvergi kom fram arðsemin af öllu þessu brölti :)

Ellert Júlíusson, 2.12.2010 kl. 13:58

2 Smámynd: Júlíus Valsson

Velta, viðskiptavild, virði....who cares anyway?
Þetta er bara svo gaman. Sjálfbær útrás skilurðu...

Júlíus Valsson, 2.12.2010 kl. 14:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband