Eldgosafóbía

Ari Trausti skrifar mjög áhugaverða grein í Fréttablaðið í dag um jarðhræringar á Reykjanesi. Eins og flestir vita þá hafa jarðskjálftar verið tíðir á þessu svæði undanfarin misseri og skemmst er að minnast mikillar sprengingar í hver í Krýsuvík og breytinga á Gunnuhver, sem nú er orðinn stæsti hver landsins.  Nú skelfur allt og titrar í Krýsuvík og nær skjálftavirknin allt norður á Tvídægru.  

Ari Trausti segir m.a: "Jarðhræringar eru tíðar á Reykjanesskaga. Þar eru fjögur eldstöðvakerfi með tilheyrandi sprungusvæðum og það austasta hreykir Hengli, ungri megineldstöð, en hin bera ekki þróuð eldfjöll. Margar sprungur á skaganum stefna í norðaustur, innan eldstöðvakerfanna. Þar skelfur alloft og stundum gýs, einmitt í hrinum ekki ólíkum Kröflueldum. Svo er annað sett af sprungum að finna á skaganum. Þær stefna norður og einnig þar skelfur jörð en gýs ekki. Ástæðu þessarar tvískiptingar er m.a. að finna í þeirri staðreynd að plötuskilin á skaganum eru þvinguð og beygð til austurs en tengjast þar á Suðurlandsskjálftabeltinu og Hengilskerfinu."

Síðar segir: "Saga eldvirkni á Reykjanesskaga eftir lok síðasta jökulskeiðs (á umliðinum 12.000 árum eða svo) er fjölbreytt. Fyrstu árþúsundin voru svokölluð dyngjugos algeng, með þunnfljótandi hrauni. Einnig kom þá upp jarðeldur á sprungum með bæði þunn- og þykkfljótandi hraunum, í öllum kerfunum. Eftir því sem lengra leið á hlýskeiðið hurfu dyngjugosin úr sögunni og slitnar gígaraðir á sprungum urðu algengustu nýju eldstöðvarnar.

Jarðeldurinn hefur gjarnan gengið yfir í hrinum, jafnvel svo að fleiri en eitt eldstöðvakerfi hafa verið virk á ólíkum tímum, innan tveggja til þriggja alda. Engar "reglur" eru þó algildar. Á milli slíkra eldvirknistímabila eða óróalda virðast líða 500-1000 ár."

Þessi stórmerka grein Ara Trausta hefur gjörsamlega læknað mig af eldgosafóbíunni og hamfarahugsunum. Nú get ég loks slappað af.

ps
við hefðum kannski ekki átt að stofna þessa Icesave reikninga...

Keep it Simple
BB King

 reykjanes_skjalftar_1047092.jpg

island_skjalftar.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband