Kýldur einu sinni eða tvisvar?

var verið færa úr stað eitt elsta og virðulegasta hús bæjarins, Vonarstæti 12. Ég bjó í þessu húsi öll mín æskuár og á þaðan margar góðar og áhugaverðar minningar. Húsið er mjög sérstakt mörgu leyti og​ á sér merkilega sögu. er það nefnt Skúlahús og hýsir skrifstofur 4-hjóla-flokksins.

Oddfellowhúsið, var næsti nágranninn og þar voru Loftleiðir með veitingasölu fyrir "stoppover" farþega á sínum tíma. Mikið af matvælum var hent á degi hverjum og því söfnuðust rónar og fátæklingar bak við​ húsið ​og átu upp úr ruslatunnunum. Eftir matinn settust rónarnir gjarnan á lága steingirðinguna fyrir framan Vonarstræti 12, settu upp sólgleraugu, stönguðu út tönnunum, og fengu sér brennivín í hádegissólinni. Við krakkarnir þekktum þá flesta með nafni og lærðum mikið af þeim í praktískum róna​fræðum t.d. hvernig hægt er komast í vímu af skósvertu, hvaða rakspíri hentar best til drykkju, notkun kökudropa eftir bakstur og ​drekka spíra ofan í antabus, sem er alls ekki einfalt. Svo voru drykkjuvísurnar ekki af lakara taginu. Mikið bræðralag ríkti vanalega ​meðal þessara óreglumanna og þeir skiptu bróðurlega á milli sín öllum veraldlegum eigum í eins konar norrænu rónakerfi. Stundum  kastaðist þó í kekki.

Eitt sinn sátu tvei​r rónar á veggnum og var annar þeirra með litla brennivín. Eignarhaldið var þó ekki á hreinu og þóttust báðir eiga hana. ​Hinn bað um sjúss og var það auðsótt mál. Hann greip flöskuna og í stað þess sér sopa hljóp hann með hana af stað niður á tjarnarbakkann og ætlaði greinilega eigna sér bokkuna og klára hana í einum teig​. Hann var byrjandi. Hinn róninn varð auðvitað ævareiður og öskraði á eftir ræningjanum, ef hann skilaði ekki ránsfengnum þá yrði hann kýldur. Ræninginn lét sér ekki segjast og bar sig til við fara að tæma flöskuna og hótaði jafnvel að hella innihaldinu niður. Hinn kallaði þá, hann myndi kýla hann tvisvar ef hann tæmdi flöskuna.

"Ég ætlaði bara mér sopa, ekki tæma flöskuna. Ég er ekki einu sinni byrjaður" svaraði þá ræninginn. ​ 
"Hvort viltu verða kýldur einu sinni eða tvisvar?"
"
Því er erfitt að svara, þegar maður veit ekki hvað hvert högg er þungt", svaraði þá ræninginn og tæmdi flöskuna í einum teig, því þetta var hans brennivín. ​

Vonarstræti 12 var nýlega ​snúið á grunn​inum, rangsælis​ í ​norður ​og snýr rassinum Tjörninni og ráðhúsinu, sem reist í þeirri tíð er Davíðs réði og Geir var óbreyttur (svona óbarinn biskup).

Í gamla herberginu mínu í risinu hefur til skamms tíma haldið skrifstofu fjármálaráðherra þjóðarinnar, Steingrímur frá ​Gunnarsstöðum. Ekki veit ég hvort hann situr þar enn. Hann virðist þó eitthvað hafa hafa snúist
.​

von_1047506.jpg
Keep it simple
BB King

 

 

 

 

 




Mynd:  http://www.flickr.com/photos/7265246@N07/5002105023/sizes/m/in/photostream/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband