Miðinn

Í landi grænu nýbylgjunnar hefur ný venja rutt sér til rúms. Þeir, sem kaupa vörur og þjónustu fá ekki lengur kvittun fyrir kaupunum. Þetta hefur ýmsa kosti í för með sér. Menn þurfa ekki lengur að ergja sig yfir dýrtíðinni, verðbólgunni og losna algjörlega við að rífa kjaft ef svindlað er á þeim. Hvað þá að útskýra eyðsluna eða vitlausar fjárfestingar. Þessi nýja venja hefur teygt anga sína út fyrir landsteinana. Heyrst hefur, að þeir sem sömdu um Icesave fyrir okkar hönd hafi vakið aðdáun Breta og Hollendinga fyrir lítillæti og hógværð.

Eftirfarandi samtal átt sér stað þegar íslenska samninganefndin kvaddi viðmælendur sína:

Bretar: "Viltu fá afritið?
Íslendingar: "Ha?"
Bretar: "Viltu fá miðann?"
Íslendingar: "Nei hent'onum bara."   

receipt.jpg
Keep it Simple
BB King

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband