Ný meðferð við slitgigt í hnjám?

Slitgigt í burðarliðum svo sem ökklum, hnjám og mjöðmum er eitt algengasta vandamál sem rekur á fjörur gigtarlækna í dag.  Engin sértæk meðferð er til við sjúkdómnum, sem oftast er hæggengur og veldur langvarandi verkjum, stirðleika og hreyfihindrun.  Kostnaður þjóðfélagsins vegna slitgigtar er gífurlegur. 

Nú hafa vísindamenn við háskólasjúkrahús í Ontario í Kanada (Western Ontario McMaster Universities (WOMAC)) komist að því að gamalt og gott sýklalyf, doxycykline dregur úr liðskemmdum vegna slitgigtar þegar til lengri tíma er litið.  Þetta eru mjög merkilegar niðurstöður og verða eflaust grunnur að frekari rannsóknum á þessu sviði og þróunar nýrra lyfja við slitgigt.  Ekki veitir af!

osteoarthritis_diag.jpg

 
Keep it simple
BB King

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er vægast sagt sérkenninleg notkun á orðinu burðarliður. Gáðu í orðabók.

Aðalsteinn Geirsson (IP-tala skráð) 21.7.2011 kl. 11:12

2 Smámynd: Júlíus Valsson

Málið er í stöðugri þróun. Ekki vildi ég hafa slitgigt í klyftarsambryskju. Það er orðið ansi nærri burðarliðnum.

Júlíus Valsson, 21.7.2011 kl. 12:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband