Hvað er að gerast undir Íslandi?

Eins og kunnugt er, hefur Ísland þá jarðfræðilegu sérstöðu að þar fer saman heitur reitur og landrek. Landið er smám saman að gliðna í sundur og undir kraumar kvika, sem á upptök sín djúpt í jarðskorpunni.  Rannsóknir jarðskjálftamælinga á Íslandi (seismic imaging), benda til þess, að kvikan geti stigið á mjög óreglulegan hátt upp á yfirborð jarðar og þurfi alls ekki að fylgja neinu þekktu mynstri.  Öfugt við það sem áður var talið þarf hún því ekki að safnast í kvikuhólf a.m.k ekki í því formi sem menn hafa haldið til þessa.  Kvikan getur því sullað og bullað í jarðskorpunni líkt og heitt síróp í potti. Slíkar hreyfingar (kvikukraum?) geta eflaust verið orsök jarðskjálfta í vissum tilvikum. 

Nýleg grein í New Scientist dregur í efa tilvist kvikuhólfa undir jarðskorpunni, sem menn hafa lengi ímyndað sér að séu til staðar í eldfjöllum einkum þar sem er að finna "heita reiti" (e:hot spots) eins og á Íslandi og á Havaíeyjum. 

Fróðlegt verður því að vita, hvar kvikuraumið næst sullar og bullar upp úr jörðinni.  Jarðskjálftakort Veðurstofunnar bendir til þess, að kvikan sé orðin óþolinmóð og vilji ólm brjótast upp á yfirborðið.  En hvar, það veit enginn. 

eldgods.png
Keep it simple
BB King


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband