5.5.2013
Virkjum sjávarföllin
Sjávarfallaorka er endurnýjanleg orkulind og að öllum líkindum áreiðanlegasta orkulind jarðar. Sjávarfallaorka er mjög umfangsmikil og hana má nýta án nokkurra þekktra umhverfisáhrifa.
Mörg ríki heims beina nú augum að þessari orkulind í síauknum mæli, um leið og þau stefna að minnkandi notkun jarðefnaeldsneytis. Að öllum líkindum er sjávarfallaorka langstærsta orkulind Íslands, en hingað til hefur bæði skort rannsóknir og stefnu á þessu sviði.
Sjávarfallastraumurinn getur víða orðið all sterkur, einkum þar sem lönd og hafsbotn þrengja að. Straumur í þröngum sundum og við annes verður oft margfalt meiri en í hafinu umhverfis. Við köllum þetta rastir, og þær geta orðið hættulegar sæfarendum. Dæmi um öflugar annesjarastir við Ísland eru Reykjanesröst, Látraröst, Straumnesröst og Langanesröst. Dæmi um röst í sundi innfjarðar er Röst í Hvammsfirði, sem er líklega straumþyngsta röstin við Ísland.
Sjávarfallaorku er unnt að virkja til hagnýtra nota, t.d. til rafmagnsframleiðslu. Margt gerir þá orkuvinnslu að góðum kosti. Sjávarfallaorka er að öllu leyti endurnýjanleg orka og hún er fyrirsjánleg og útreiknanleg, svo lengi sem tunglið er á sinni braut og höfin breytast ekki. Sjávarfallaorka er því tryggasta og fyrirsjáanlegasta form endurnýjanlegrar orku sem hugsast getur. Fyrir hvern stað er unnt að reikna orkuframboðið út margar aldir fram í tímann. Hér er því ekki um ófyrirséða og óreglulega framleiðslu að ræða, líkt og gerist t.d. með vindorku; ölduorku og jafnvel sólarorku, vatnsfallaorku og jarðhitaorku.
Valdimar Össurarson uppfinningamaður vinnur nú að nýrr gerð hægstraumshverfla sem eru sérlega hentugir
Frá Kollsvík | |
Þess má geta að Valdimar Össurarson hlaut fyrstu verðlaun fyrir uppfinningu sína í aljóðlegri keppni uppfinningamanna árið 2011 (2011 International Inventors Award). Valdimar er formaður SFH, Sambands Frumkvöðla og Hugvitsmanna www.nyhugmynd.com
Undirritaður skorar á stjórnvöld að stuðla að áframhaldandi þróun tækni til að virkja sjávarföllin. Þetta mál ætti að vera í algjörum forgangi af augljósum ástæðum.
Íslendingar geta, ef rétt er á haldið leiðandi afl og fyrirmynd annarra þjóða í nýtingu náttúruvænna orkuauðlinda.
Nánar má lesa um uppfinningar Valimars hér.
Og hér er hægt að fylgjast með sjávarföllunum í Kollsvíkinni í beinni.
"Keep it Simple"
BB King
Athugasemdir
Takk fyrir þennan pistil Júlíus. Sjávarföll og sólarorka eru raunverlegar orkuauðlindir, sem ekki skaða. Því miður hafa vinstri-"verndar"-flokkahlaupatíkur auðvaldsbankanna ekki staðið við stóru orðin.
Svikin eru nú orðin grímulaus.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 5.5.2013 kl. 12:28
Góð grein og þörf ábending. Mynni Hvammsfjarðar er einstaklega hentugt í þessu tilefni. Náttúrulegaraðstæður þar sem hægt væri að sameina orkuver og miklar samgöngu bætur.
Ólafur Örn Jónsson, 6.5.2013 kl. 00:01
Stífla frá Vesturbæ yfir á Álftanes
og þá bætist enginn flutningskostnaður við rafmagnsverðið
gætum jafnvel skellt einni flugbraut í Skerjafjörðin í leiðinni
Grímur (IP-tala skráð) 6.5.2013 kl. 09:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.