8.5.2013
Upprisa söngtifunnar
Söngtifan (lat: Cicadidae, e: Cicadia) er merkilegt skordýr af ætt skortítna. Nafn hennar þýðir líklega "trjá-engispretta". Einkennandi er hávært tíst, sem karldýrið gefur frá sér til að heilla kvendýrið. Lífsferill þeirra er afar sérkennilegur en þær eyða aðeins litlum hluta lífs síns á yfirborði jarðar og þá rétt svo til að þroskast, makast og koma eggjunum fyrir, oftast á trjágrein sem tekur aðeins nokkra daga upp í nokkrar vikur. Þegar eggin klekjast þá detta þau niður og grafa sig niður í jarðveginn þar sem þau dvelja í nokkur ár, allt frá 2 upp í 17 ár (mismunandi eftir undirættum) og nærast á jarðveginum þangað til það er kominn tími til að grafa sig upp á yfirborðið og endurtaka leikinn.
Söngtifa (Cicadidae) | |
Söngtifan er algeng í Mið-Evrópu og á austurströnd Bandaríkjanna. Þar um slóðir gekk yfir mikill söngtifufaraldur árið 2004 er milljónir söngtifa stigu upp á yfirborð jarðar í makaleit og karldýrin hófu upp raust sína í miklum, ærandi kór. Söngtifurnar þöktu götur og torg og var atgangurinn svo mikill að menn töluðu um "Swarmageddon". Hávaðinn var ærandi og náði allt að 90 decibelum. Söngtifan er þó alveg meinlaus og margir nýta hana sér til matar þar sem hún er næringarrík og bragðgóð einkum djúpsteikt.
Grillað að kveldi |
Nú bíða menn spenntir eftir nýjum faraldri en enginn veit hvernig dýrið reiknar út hvenær hún á að skríða upp á yfirborð jarðar, með svo mikilli nákvæmni.
Sagt er að söngtifa hafi fundist í Símonsgarðí í Tunguskógi á Ísafirði í apríl 2007 og er talið að hún hafi borist til landsins með innfluttu lerki.
I guess I felt attached to my weakness. My pain and suffering too. Summer light, the smell of a breeze, the sound of cicadas - if I like these things, why should I apologize?
Haruki Murakami, A Wild Sheep Chase
ref.
http://youtu.be/rXlIeUmqrpk
http://www.huffingtonpost.com/2013/04/08/billions-of-cicadas-east-coast_n_3038412.html
http://project.wnyc.org/cicadas/
http://youtu.be/tjLiWy2nT7U
http://youtu.be/nloGf9SGPwE
http://www.magicicada.org/magicicada_ii.php
http://www.time.com/time/interactive/0,31813,2022391,00.html
http://www.foxnews.com/science/2013/05/06/bugged-by-billions-east-coast-about-to-see-power-big-numbers-in-coming-cicada/
http://www.dailyprogress.com/news/hills-to-be-alive-with-the-sound-of-cicadas/article_f33d4680-a4ac-11e2-9b36-001a4bcf6878.html
http://www.bb.is/Pages/26?NewsID=98809
http://is.wikipedia.org/wiki/S%C3%B6ngtifur
http://www.time.com/time/nation/article/0,8599,2078830,00.html
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.