Vanstarfsemi skjaldkirtils - ein orsök vefjagigtar?

Þeir sem greinst hafa með vefjagigt (fibromyalgia syndrome) kvarta um dreifða verki, vöðvaeymsli og þreytu. Einnig finna margir fyrir einbeitingarörðugleikum, svefntruflunum, meltingaróróa, depurð, höfuverk og vöðvamáttleysi. Þessi einkenni koma reyndar fyrir við hina ýmsu sjúkdóma og eru vel flest þekkt sem afleiðing skorts á skjaldkirtilshormónum.   

Læknar við Stanford háskólann í USA eru nú að rannsaka hvort bæta megi líðan sjúklinga með vefjagigt með því að gefa þeim skjaldkirtilshormón (T3) en flestir læknar þekkja að dregið getur úr ýmsum af ofangreindum einkennum við rétta hormónagjöf, ef skortur á skjaldkirtilshormónum er fyrir hendi. Meðferð vefjagigtar hefur hingað til beinst að því að bæla einkenni sjúkdómseins fremur en að ráðast að rótum hans.  Því verður afar fróðlegt að fylgjast með þessum rannsóknum í framtíðinni. 
 
 shutterstock_90919886 (1)
  
ref.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jack Daniel's

Ég skal bjóða mig fram sem tilraunadýr í svona tilraun.

Er algerlega búinn að fá nóg af einbeitingarörðugleikum, svefntruflunum, meltingaróróa, depurð, höfuverk og vöðvamáttleysi fyrir utan náttúrulega helv$&%%"#$ verkina sem ekkert bítur á.

Jack Daniel's, 28.5.2013 kl. 14:47

2 identicon

Svo sannarlega vildi ég vera tilraunadýr þarna ég er nú a einhverjum skjald-töflum er með of hægan kirtil og er búin að vera tala þau í hálft ár eða meira

ég er enn með öll þessi einkenni sem eru talin upp þarna :(

Helga Björg (IP-tala skráð) 28.5.2013 kl. 14:59

3 identicon

Ég vil bara minna á að ætíð er rétt að fara rétt með þegar vitnað er í heimildir. Í þessu tilfelli sýnist mér markmið rannsóknar vera að kanna hvort meðferð með skjaldkirtilshormónum geti dregið úr einkennum vefjagiktar, ekki hvort vanstarfsemi skjaldkirtils sé orsök vefjagiktar. Þótt slík meðferð bæti einkenni vefjagiktar er ekki þar með sagt að vanstarfsemi kirtils sé orsök. 

Benjamin Bjartmarsson (IP-tala skráð) 29.5.2013 kl. 18:12

4 Smámynd: Júlíus Valsson

Góð athugasemd. Vefjagigt (Fibromyalgia syndrome) er heilkenni en ekki sjúkdómur. Heilkenni er samsafn einkenna, sem geta átt sér margar mismunandi orsakir. Hér er því um að ræða að kanna hvort skortur á skjaldkirtilshormóni (T3) geti verið ein af orsökum einkeinna vefjagigtar og hvort slík hormónagjöf dragi úr einkennum vefjagigtar.

Júlíus Valsson, 29.5.2013 kl. 18:19

5 identicon

Hér eru 2 slóðir á fróðlegar greinar um veikindi sem fylgja skjaldkirtilsvandamálum:

http://heilsuhringurinn.is/index.php?option=com_content&view=article&id=721:ny-syn-a-gamalt-vandamal-skjaldkirtilsvanvirkni-typa-2&catid=12:meefereir&Itemid=16

http://heilsuhringurinn.is/index.php?option=com_content&view=article&id=722:skjaldkirtilsvanvirkni-typa-2&catid=12:meefereir&Itemid=16

Ingibjörg Sigfúsdóttir (IP-tala skráð) 30.5.2013 kl. 18:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband