Garðaúðun? Nei takk!

Þegar býflugan deyr, þá deyja blómin.


Tími garðaúðunar dauðans er að hefjast. Eiturpésar ganga um með eiturkúta og gasgrímur. Eiturgufur þrengja sér inn um glugga og gættir. Krakkar og kettir kasta upp, fullorðnum verður bumbult.

Skordýraeitrið heitir "permetrín". Það er eitrað fyrir menn og spendýr en banvænt fyrir nær öll skordýr; fiðrildalifrur, blaðlýs, maura, köngulær, allar flugur jafnt bý- sem hunangsflugur.  Permetrín drepur allt líf í garðinum. Það drepur fiska og það getur valdið ofnæmi hjá fólki. Það strádrepur ketti. Það brotnar þó fljótt niður en er mjög öflugt á meðan það er virkt. 

Eitrið drepur öll skordýr, jafnt gagnleg sem "ógagnleg".   
Garðaúðun raskar lífríki náttúrunnar. 
Garðaúðun er hryðjuverk gegn lífríkinu. 

Mikil vandamál hafa skapast víða t.d. á Bretlandseyjum. Þar er hunangsflugan horfin. Býflugur eru að hverfa í Bandaríkjunum. Þetta veldur því að blóm og jurtir að ýmsum toga frjóvgast ekki lengur. Lífríkinu hefur hnignað stórlega. 

Til eru aðrar einfaldar leiðir til að halda skaðlegum skordýrum í skefjum en garðaúðun með banvænu eitri. T.d, með því að velja réttar tegundir gróðurs í garða. Tryggja nægilegt vatn og næringu. Úða bara með vatni á vorin þegar fiðrildalifrur kvikna. 

Verndum lífríki náttúrunnar. Sláum skjaldborg um hunangsfluguna.

Can-bumblebees-really-fly-2-PS (1)

 

 

áhugaverðir hlekkir:
Bumbebees in Crisis (UK)
The Honey Bee Crisis (USA)
Um garðaúðun (Árni Davíðsson)
http://www.xerces.org/pesticides/
http://www.greenpeace.org/usa/en/campaigns/genetic-engineering/Bees-in-Crisis/ 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Það nægir yfirleitt að úða með volgu vatni, blönduðu grænsápu, að kvöldi í þurru og sólarlausu veðri ef rigningu er spáð daginn eftir.

Kolbrún Hilmars, 7.5.2015 kl. 14:15

2 Smámynd: Snorri Hansson

Ég er sammála Júlíus. Þessi hroðalega eiturúðun að litlu tilefni, sem eyðir öllu lífi er alveg út í hött.

Snorri Hansson, 7.5.2015 kl. 14:29

3 Smámynd: Ívar Pálsson

Hjartanlega sammála. Í hálfa öld höfum við bara sprautað vatni hressilega á réttum tíma á vorin og vökvað rót trjánna, þá nær maðkurinn ekki tökum á nýja vextinum. Aldrei eitur í grasið heldur (eða hormóna) enda eru laxamaðkarnir í túninu vinsælir, t.d. meðal Lóanna núna.

Ívar Pálsson, 8.5.2015 kl. 07:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband