Íslenska krónan - góður kostur fyrir fjárfesta

Íslenski fjármálamarkaðurinn er orðinn einn áhugaverðasti valkosturinn í heiminum fyrir erlenda fjárfesta.  Fjárhagur íslenska ríkisins stendur nú með miklum blóma á mörgum veigamiklum sviðum. Íslenska krónan er orðinn traustur gjaldmiðill á nýjan leik. Menn treysta krónunni.   

Búast má við, sé miðað við úrslit Alþingiskosninganna þ. 29. oktober s.l. að íslensk stjórnvöld muni halda áfram á þeirri braut, sem þegar hefur verið mörkuð til enn meiri fjármálalegs stöðugleika og hagsældar.  

Íslenska krónan hefur gegnt afar mikilvægu hlutverki í þessu sambandi ekki síst í tengslum við vaxtamunaviðskipti og er því mikilvægt að aðhaldsaðgerðir stjórnvalda t.d. í banka- og gjaldeyrismálum skerði ekki þessa hagstæðu eiginleia íslensku krónunnar sem frjáls og óháðs gjaldmiðils.

krona

ref.
http://seekingalpha.com/article/4018879-worlds-investable-currency


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband