Nýr gjaldmiðill við Miðjarðarhafið?

Ítalir eru í bobba. Fylgismenn evrunnar lofuðu á sínum tíma hærri launum (þ.e. fleiri evrum) fyrir minni vinnu. Reyndin var allt önnur. Í dag eru kosningar á Ítalíu. Þar fer fram þjóðaratkvæðagreiðsla um afar mikilvægar stjórnarskrárbreytingar. Forsætisráðherrann Matteo Renzi, fyrrum borgarstjóri í Florenz var að mati margra bjartasta von þjóðarinnar þegar hann komst til valda fyrir um þremur árum síðan eftir fall Berlusconis. Renzi þykir nú höfða til Evrópusinna, ítölsku elítunnar í Toscana en síður til almúgans, sem nánast sveltur. Ítölsku bankarnir eru fallnir. Atvinnuleysi er nú um 12% og hefur ekki verið meira í ártugi. Renzi er orðinn tákn stöðnunar og afturhalds. Hann leggur nú fram róttækar stjórnarskrárbreytingar, sem myndu breyta störfum þingsins og auka völd ítölsku stjórnarinnar. Breytingarnar felast einkum í því, að draga úr áhrifum og sjálfstæði einstakra héraða í Ítalíu, og að minnka völd neðri deildar ítalska þingsins (Senato della Repubblica).

Andstæðingar Rensis hafa gagnrýnt þessar breytingar harðlega einkum talsmenn fimmstjörnuflokksins (Movimento 5 Stelle ) með hinn þrítuga Luigi Di Maio í fararbroddi gæti hugsanlega orðið næsti forsætisráðherra Ítalíu þar sem flokkur hans er orðinn jafn stór eða stærri en Lýðræðisflokkur Renzis. Hann telur ekkert vit í einum gjaldmiðli (evrunni) í Evrópu einkum löndunum í kring um Miðjarðarhafið. Hann vill að þingmenn sitji ekki lengur á þingi en tvö kjörtímabil og hann vill lækka laun þingmanna.  Hann vill setja reglur um lágmarkslaun, taka upp nýjan gjaldmiðil í stað evrunnar, endurskoða aðildina að ESB, draga úr útgjöldum til hernaðarmála, lækka skatta og draga úr völdum og áhrifum ítalska ríkisins og draga úr spillingu í stjórnkerfinu með nýrri lagasetningu.
Ef ítalska þjóðin segir "Nei", þá segir Renzi af sér og það mun væntanlega hafa mikil áhrif á ítölsk hlutabréf og banka, sem sitja uppi með ónýt lán og það mun aftur hafa áhrif til enn meiri lækkunar á gengi evrunnar. 
Núgildandi stjornarskrá, sem er frá 22 December 1947 er mjög mikilvæg í augum margra Ítala ekki síst til að viðhalda stöðugleika og hindra uppgang öfgaafla svo sem fasisma. 
Hvernig sem allt fer, þá verður afar spennandi að fylgjast með þróun mála á Ítalíu á næstu vikum og mánuðum. 

Viðbót kl 22:20
Útgönguspár benda til þess að ítalska þjóðin hafi sagt skýrt "Nei". 

o-LUIGI-DI-MAIO-facebook
Luigi Di Maio


ref.
The Guardian
The Independent
CNN
svd.se
Wikipedia


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband