Hættum að úða garða með eitri! Verndum býflugurnar

Þegar býflugan deyr, þá deyja blómin.

Tími garðaúðunar dauðans er að hefjast. Eiturpésar ganga um með eiturkúta og gasgrímur. Eiturgufur þrengja sér inn um glugga og gættir. Krakkar og kettir kasta upp, fullorðnum verður bumbult.

Skordýraeitrið heitir "permetrín". Það er eitrað fyrir menn og spendýr en banvænt fyrir nær öll skordýr; fiðrildalifrur, blaðlýs, maura, köngulær, allar flugur jafnt bý- sem hunangsflugur. Permetrín drepur allt líf í garðinum. Það drepur fiska og það getur valdið ofnæmi hjá fólki. Það strádrepur ketti. Það brotnar þó fljótt niður en er mjög öflugt á meðan það er virkt.

Eitrið drepur öll skordýr, jafnt gagnleg sem "ógagnleg".
Garðaúðun raskar lífríki náttúrunnar.
Garðaúðun er hryðjuverk gegn lífríkinu.

Mikil vandamál hafa skapast víða t.d. á Bretlandseyjum. Þar er hunangsflugan horfin. Býflugur eru að hverfa í Bandaríkjunum. Þetta veldur því að blóm og jurtir að ýmsum toga frjóvgast ekki lengur. Lífríkinu hefur hnignað stórlega.

Til eru aðrar einfaldar leiðir til að halda skaðlegum skordýrum í skefjum en garðaúðun með banvænu eitri. T.d, með því að velja réttar tegundir gróðurs í garða. Tryggja nægilegt vatn og næringu. Úða bara með vatni á vorin þegar fiðrildalifrur kvikna.

Verndum lífríki náttúrunnar. Sláum skjaldborg um hunangsfluguna.

humla
Heilbrigð humla að störfum

 

Áhugaverðir hlekkir:


Bumbebees in Crisis
The Honey Bee Crisis 
Um garðaúðun (Árni Davíðsson)
https://Xerces.org/pesticides/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband