Orthorexia nervosa. Frá hollustu til heimsku.

Orthorexia nervosa er áunnin átröskun. Um er að ræða þráhyggju sem snýst um að nærast einungis á hollum mat. Samfélagsmiðlar, einkum Instagram og FB hafa ýtt undir þráhyggjuna. Fastir þættir um "hollan" mat þröllríða nú flestum dagblöðum og tímaritum svo og vefsíðum. Daglega birta menn ljómyndir af sér við litríka "holla" rétti.
Svo langt hefur þetta gengið að skólar landsins eru nú alvarlega að íhuga að innleiða "hollari" fæðu sem t.d. inniheldur ekki kjötmeti en þar kemur einnig til önnur pólitísk þráhyggja, sem er hamfarahlýnun af mannavöldum. Skólabörnin geta nú leyst okkur undan náttúruhamförum og jafnvel heimsendi t.d. með því að skrópa í skólanum og tyggja gulrætur. Hvers vegna datt okkur þetta ekki í hug fyrr? Eða er ábyrgð barnanna okkar orðin þeim byrgði?

Átta hættumerki Orthorexia nervosa

1) Þráhyggja vegna gæði matvæla.
2) Ósveigjanleiki í neyslumynstri.
3) Sterk tilfinningaleg viðbrögð við brot á "næringar-reglum".
4) Einhæft fæðisval t.d. eingöngu nærst á grænmeti og/eða ávöxtum.
5) Heilsukvíði; stöðugar áhyggjur af sjúkdómum og veikindum
6)
 Kvíðaviðbrögð við að vera nálægt vissum fæðutegundum.

7) Ástandið tengist ekki ákveðinni líkamsímynd.
8) Þyngdartap.

Mikilvægt er að skólar landsins ýti ekki undir þessa þróun með einhæfu fæðuvali, hamfarahugsunum, og stöðugri heilsu- og fæðu-þráhyggju. 

Screen-Shot-2017-05-17-at-3.05.06-PM

ps
svo legg ég til að börnin okkar fái áfram að halda upp á Litlu-Jólin í skólunum

ref.

Scarff JR. Orthorexia Nervosa: An Obsession With Healthy Eating. Fed Pract. 2017;34(6):36–39.
 

Dunn, T. M. og Bratman, S. (2016). On orthorexia nervosa: A review of the literature and proposed diagnostic criteria. Eating Behaviors, 21, 11-17. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband