Fullveldis-ami Alþingis

Ríkisstjórnin amast við lýðræðinu, hún amast við fullveldinu, hún amast við kjósendum. Ríkisstjórnin amast við þeim sem taka eftir lýðræðishallanum en hún er smátt og smátt að lauma Íslandi inn í ESB, bakdyramegin. Hún amast mest við þeim kjósendum sem hafa rödd og sem hafa kjark til að skipta sér að. Ríkisstjórnin er nú að framselja löggjafarvalið úr landi til ESB og veikir þar með stöðu Alþingis og stöðu íslensks réttarkerfis svo um munar. Í dag á Alþingi síðasta orðið og Íslendingar geta treyst því sem stendur í íslenskum lögum. Með frumvarpi utanríkisráðherra um forgang ESB-laga fram fyrir íslensk lög er verið að segja að vegna fullveldis-ama ríkisstjórnarinnar og þá sérstaklega þingmanna Sjálfstæðisflokksins er það Brussel sem á síðasta orðið. Þingmennirnir þora hvorki að æmta né skræmta vegna hræðslugæða formannsins.    

Fullvelds-aminn krefst "leiðréttingaraðgerða" á íslenskri löggjöf, sem veldur óafturkræfum skaða. Fullveldinu skal fórnað lýðræðis- og fullveldissinnuðum Íslendingum til mikils ama. Frumvarpið samrýmist ekki lýðræðishefðum, vegur að réttaröryggi Íslendinga og það rýrir fyrirsjáanleika íslenskra laga. Íslendingar eiga að geta treyst og byggt á lögum sem Alþingi hefur samþykkt. Grunnforsenda EES-samningsins var á sínum tíma neitunarvald Íslands og annarra EFTA ríkja.  

Þetta frumvarp er lögleysa, og brýtur gróflega á íslensku stjórnarskránni. Undirlægjuháttur ríkisstjórnarinnar gagnvart ESB er orðinn afar ógeðfelldur svo ekki sé dýpra með árinni tekið. Öllum til ama. Kjósendur á Íslandi hafa rétt til að hafa síðasta orðið. Alþingi Íslendinga getur ekki afsalað ríkisvaldinu til erlends ríkis, skert lýðræðið eða skert fullveldið án samþykkis þjóðarinnar.

Við Íslendingar höfum aldrei haft kjark til þess að beita neitunarvaldi sem er þó skýlaus réttur okkar skv. EES. Kjósendur á Íslandi eru hvorki haldnir lýðræðis- né fullveldis-ama. Þann ama er hins vegar að finna nú í sölum og þá einkum afkimum Alþingis. Forseti Íslands má ekki og getur ekki skrifað undir frumvarp utanríkisráðherra um forgang laga ESB með hreinni samvisku. Íslenska þjóðin sem hefur áður sýnt það í verki að hún er ekki haldin lýðræðis- eða fullveldis-ama, skal hafa síðasta orðið.  

2019-07-16_08-49-10_r000

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

"forgang ESB-laga fram fyrir íslensk lög"

ESB-tilskipanir og reglugerðir hafa ekki lagagildi á Íslandi eins og dómstólar hafa margstaðfest og umrætt frumvarp mun engu breyta um það.

Frumvarpið fjallar um íslensk lög og hvernig skuli leysa úr því ef tilteknum íslenskum lögum ber ekki saman við önnur íslensk lög. Jafnframt er sérstaklega tekið fram að það sé eftir sem áður á færi Alþingis að ákveða hvað skuli gilda í slíkum tilvikum.

Notkun Alþingis á löggjafarvaldi sínu getur varla brotið í bága við stjórnarskrá þar sem kemur fram að Alþingi fari með löggjafarvaldið.

Guðmundur Ásgeirsson, 18.4.2023 kl. 11:52

2 Smámynd: Júlíus Valsson

"Alþingi samþykkti vissulega árið 1993 að Ísland yrði aðili að efnahagslegu samstarfi (EES), en Íslendingar hafa aldrei formlega samþykkt að verða aðilar að pólitísku og hvað þá hernaðarsamstarfi við ESB."
Arnar Þór Jónsson, apríl 2023

Júlíus Valsson, 18.4.2023 kl. 12:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband