Fuglaskoðun á Djúpavogi

 DSC_5101






Hótel Framtíð, Djúpavogi

Það var kærkomin hvíld að hverfa smá stund frá bókunum og skreppa austur á Djúpavog í nokkra daga. Í förinni var gamall vinur, Dr. Peter Hudlestone prófessor í jarðfræði við Minnesotaháskóla og Íslandsvinur. Hann er mikill fuglaáhugamaður og mjög fróður um alla fugla og lifnaðarhætti þeirra. Einnig er hann hafsjór af fróðleik um jarðfræði og ákaflega skemmtilegur maður. Það er frábært að ferðast með honum, raunar hvar sem er í heiminum. Ekki er verra, að hann var skólafélagi Noel Reddng bassaleikara Jimi Hendrix á uppvaxtarárum sínum á Englandi. Noel var víst fremur hlédrægur unglingur.

CIMG0941CIMG0943



 








Heimamenn á Djúpavogi hafa undir forystu Þóris Stefánssonar hótelhaldara á Hótel Framtíð ásamt Kristjáni Ingimarssyni og fleirum hafa komið upp frábærri aðstöðu til fuglaskoðunar þar á staðnum. Hótel Framtíð er mjög fallegt og þægilegt hótel.
 
CIMG0966Djúpivogur er mjög áhugaverður staður fyrir áhugafólk um fugla og fuglaskoðun. Þar er mikil náttúrufegurð, eins og víða á Austfjörðum og þar er óvenju gott  aðgengi að óspilltri náttúru þar sem hægt er að sjá flestar íslenskar fuglategundir í sínu náttúrulega umhverfi, án þess að þurfa að leggja á sig mikið erfiði. Nokkur svæði í hreppnum hafa alþjóðlega þýðingu og hafa verið vernduð.



Fuglalíf í Djúpavogi og nágrenni er mjög fjölbreytt. Milljónir farfugla koma í hópum til Austurlands á ári hverju en margar tegundir eru þar staðfuglar.  Í Djúpavogi og nágrenni er að finna fjölmargar andartegundir og heiðarfugla, gæsir, álftir, sjávarfugla og vaðfugla. En sú fuglategund sem laðar að sér flesta ferðamenn á Íslandi er án efa Lundinn og er hann einnig að finna á Austurlandi t.d. í Papey en stutt er út í Papey frá Djúpavogi. Þær fuglategundir, sem eru hvað algengastar við strendurnar eru Teista, Álka, Lundi, Rita, Fýll og Hafsúla. Á Austurlandi er að finna fleiri ákjósanlega staði til fuglaskoðunar t.d. Hafnarhóma í Borgarfirði Eystri þar sem hægt er að komst mjög nálægt Lundanum.og fylgjast með hreiðurgerð hans. Hólmanes í Reyðarfirði, Skrúður við Fáskrúðsfjörð, Papey við Djúpavog, Friðland í óslandi Hornafirði og margir aðrir staðir eru frábærir fyrir þá sem hafa áhuga á fuglaskoðun.

CIMG0975


Prof. Peter Hudlestone og Kristján Ingimarsson

 

 

 

 

  

DSC_5050

Jarðfræðin á Austfjörðum er ekki síður áhugaverð en fuglalífið!

 

 

 

 

Ingimar Sveinsson kennari við flikrubergið í Berufirði (ignimbrite)

Á fuglaslóðum í Djúpavogi sáum við m.a. Stokkönd, Brandönd, Skúfönd, Urtönd, Skeiðönd, Rauðhöfðaönd, Duggönd, Toppönd, Grafönd, Æðarfugl, Flórgoða, Álft, Grágæs, Hrossagauk, Lóm, Jaðrakan, Stelk, Lóuþræl, Heiðlóu, Óðinshana, Hettumáf, Spóa, Kríu, Hrafn, Svartbak, Maríuerlu og Langvíu. Einhverja fleir fugla sáum við, sem ég man ekki nöfnin á. Á leiðinn sáum við Svölu (þ.e. fuglinn) en það var í Skaftafelli.

cimg1079_a_400

 

 

 

 

 

 

 

 



Ingimar Sveinsson búfræðingur, bóndi og kennari, sem verður áttræður á þessu ári slóst með í förina til Stöðvarfjarðar. Við nutum góðrar leiðsagnar hans á leiðinni og fengum okkur hressingu á Kaffi Margareta í Breiðdalsvík, þar sem þýskar konur reka stórglæsilegt kaffihús í þýskum stíl.

CIMG1004

 

Hann man tímana tvenna hann Ingimar og kann margar góðar sögur úr sveitinni af fólkinu og náttúrunni.  Við þökkum honum kærlega fyrir samfylgdina og fræðsluna. Það var verst, að missa af Hammondhátíðinni Á Djúpavogi, sem halda átti helgina eftir. Eða eins og Ingimar Sveinsson sagði: "Hann er víst snillingur á Hammondið þessi Davíð Þór!". "Og Bjöggi Gísla er alveg frábær á gítarinn!". Hann fylgist vel með sá gamli.

 

 

 

DSC_5232 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Viðbót þ. 5. júní 2007:

Skv. fuglavefnum Birds.is sást Grálóa á Djúpavogi fyrir nokkrum dögum en hún er mjög sjaldgæfur fugl á Íslandi.

"Keep it simple"
B.B.King


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Ég keyrði einu sinni hringveginn og planið var að gista á Djúpavogi og fara svo út í Papey daginn eftir. En þegar ég kom að Djúpavogi um átta leytið að kvöldi var hitinn kominn niður í þrjár gráður og mígandi rigning. Tilhugsunin um að setja upp tjald í þessu veðri - og tilhugsunin um að sofa svo í ekki svo hlýjum svefnpoka, nægðu til þess að ég hringdi í systur vinkonu minnar sem bjó inni í Svartadal (heitir hann það ekki annars?) og keyrði tvo tíma í viðbót svo ég gæti fengið gistingu hjá henni. ÞEtta var síðustu vikuna í júlí 1998 og ég hélt ég væri örugg með alla vega þolanlegt veður.

En einhvern daginn hlýt ég að komast út í Papey. 

Kristín M. Jóhannsdóttir, 4.6.2007 kl. 05:28

2 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Ég hef reyndar mestan áhuga fyrir furðufuglum hænum og geirfuglum, var eitthvað slíkt fyrir austan

Guðrún Sæmundsdóttir, 5.6.2007 kl. 15:13

3 Smámynd: Júlíus Valsson

Það voru Landnámshænur í garðinum hjá þýsku stúlkunum á Kaffi Margareta við Beíðdalsvík. Þær urðu mjög furðulegar (þ.e. þegar þær sáu mig, sko hænurnar). Þýsku stelpurnar voru mjög sætar og ráðlegg ég öllum austfirskum piparsveinum að fá sér þar kaffisopa og þýska hnallþóru með. Það verður enginn svikinn af þeim trakteringum og útsýnið er þar ósvikið.

Júlíus Valsson, 5.6.2007 kl. 15:20

4 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Kristín, þú verður að komast út í Papey og það fyrr en síðar. Ég var svo lánsamur að vera félagi í NAUST á sjöunda áratugnum. NAUST hélt þá aðalfund sinn á Djúpavogi og okkur var öllum boðið útí Papey. Hjörleifur Guttormsson og fleiri ágætir náttúruskoðendur voru með í för, sem líður mér sein úr minni og vonandi aldrei. Djúpavogur er yndislegur staður og þar eru sögulegar menjar einnig, t.d. bústaður dana nokkurs, sem mig minnir að sé forfaðir okkar ástkæra fyrrum forsætisráða og núverandi yfirseðlabankastjóra, Davíðs Oddssonar. Svona er nú heimurinn lítill !

KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 8.6.2007 kl. 07:09

5 identicon

Sæll Júlíus,

Hafði Peter ekki gaman af þessari ferð. Ég var búinn að frétta af henni, þar sem ég hitti Elinóru og Peter í hátíðarsalnum um daginn.

Kv.
Níels

Níels B. Finsen (IP-tala skráð) 8.6.2007 kl. 08:22

6 Smámynd: Júlíus Valsson

Sæll Níels!
Takk fyrir innlitið! Peter hafði mjög gaman af ferðinni. Eins og þú veist, þá er hann með skemmtilegri mönnum og ákaflega fróður um jarðfræði og náttúruna ekki síst fuglalífið. Hann var mjög ánægður með að komast loksins til Austurlands þar sem jarðfræðin er allt önnur og eldri en hér á Suður- og Vesturlandi, sem við höfðum skoðað fyrir nokkrum árum.  Hann var mjög hrifinn af Djúpavogi sem fuglaskoðunarstað. Næst verður það Mývatn og Vestfirðir. Þú slæst e.t.v. með okkur í förina?  

Júlíus Valsson, 8.6.2007 kl. 10:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband