Galin utanríkisstefna Íslands

"Drottningin með stríðsfákana sína 
býður okkur inn til sín.  
Hún sýnir okkur inní sólina
segir að sólin sé sín."
Bubbi Morthens - Afgan

Því hefur stundum verið haldið fram, að almennt ríkti meiri friður ef konur stjórnuðu heiminum. Þeir sem fylgjast með stjórnmálum á Íslandi eru því líklega ósammála. Ísland er herlaust smáríki sem er í raun varnarlaust og treystir á vinveittar stórþjóðir og bandalög.
Undir þeim verndarvæng tók utanríkisráðherra Íslands þá ákvörðun að segja kjarnorkustórveldinu Rússlandi stríð á hendur. Sendiráði Íslands í Moskvu var lokað þrátt fyrir hagsmuni fjölmargra Íslendinga sem búa þar, og sendiherra Rússa var vísað úr landi, sem gerir samskipti við Rússland afar erfið.
Að auki var ákveðið að greiða tugi milljarða af skattfé landsmanna til Úkraínu m.a. til vopnakaupa. „Úkraína verður að vinna þetta stríð!“ hrópaði ráðherrann. Hvernig Úkraína fer að því að sigra kjarnorkustórveldið Rússland fylgdi þó ekki sögunni.
Ísland er hluti af NATO, sem hefur ákveðin landamæri. Hvers vegna utanríkisráðherra Íslands ákveður að taka þátt í stríðsrekstri erlends ríkis, sem á engan hátt tengist Íslandi eða NATO, er ráðgáta. Hvað verður næst? Sómalía?

Nýlega fór sami ráðherra til Georgíu, þar sem hún tók þátt í mótmælum atvinnuaðgerðarsinna gegn lýðræðislegum ákvörðunum í innanríkismálum ríkisins. Það myndi vekja furðu ef utanríkisráðherra Albaníu stæði með mótmælaspjald fyrir utan landbúnaðarráðuneytið og mótmælti t.d. frumvarpi matvælaráðherra um lagareldi eða fjölmiðlafrumvarpinu.
Formaður utanríkismálanefndar lýsti yfir mikilli velþóknun á stríðsrekstri utanríkisráðherra. Sjálfstæðisfrúin sagði í viðtali eitthvað á þá leið, að svara ætti Rússum „með byssukúlum og sprengjum“. Friðarviðræður væru gagnslausar; drepa þyrfti sem flesta Rússa til að koma á friði.

lavrov-1
Guðni heilsar Sergei Lavrov á diplómatískan hátt

Hér er um að ræða algjöran viðsnúning í utanríkisstefnu Íslands. Stefnu, sem virðist einkaflipp herskárra kvenna í valdastöðum. Svo virðist sem þar hafi Alþingi hvergi komið nærri, jafnvel ekki utanríkismálanefnd hvað þá fólkið í landinu. Sumir segja að Pútin sé galinn en getur verið að honum sé bara stjórnað á bak við tjöldin af babúsku, drottningunni með stríðsfákana?  

Það eru nokkrar ástæður fyrir því að Ísland ætti ekki að taka þátt í stríðinu í Úkraínu:

  1. Hlutleysi: Ísland hefur lengi haldið uppi stefnu um hlutleysi í alþjóðlegum átökum. Með því að taka þátt í stríðinu í Úkraínu fer Ísland gegn þessari stefnu og skapar hættu á að dragast inn í fleiri átök. Ísland þarf ekki á óvinum að halda.
  2. Lítill hernaðarlegur máttur: Ísland hefur ekki eigin her og er því ekki í stakk búið til að veita hernaðarlega aðstoð í átökum. Þó Ísland sé hluti af NATO, þá er hlutverk þess innan bandalagsins aðallega pólitískt og dyggðaraðstoð.
  3. Áhersla á mannúðarhjálp: Ísland getur haft mun meiri áhrif með því að leggja áherslu á mannúðarhjálp og stuðning við flóttamenn. Með því að bjóða fjárhagslega aðstoð, heilbrigðisþjónustu og önnur úrræði getur Ísland hjálpað til við að lina þjáningar þeirra sem verða fyrir áhrifum af stríðinu.
  4. Diplómatísk stefna: Ísland getur nýtt stöðu sína til að styðja diplómatískar lausnir og stuðla að friðsamlegum samningaviðræðum. Ísland hefur sögu um að vera vettvangur friðarviðræðna og gæti gegnt hlutverki sem milligönguaðili.
  5. Öryggi landsins: Með því að forðast beina þátttöku í hernaðarátökum gæti Ísland verndað öryggi sitt. Bein þátttaka gerir Ísland að skotmarki í alþjóðlegum deilum og ógnar innra öryggi landsins.
  6. Áhrif á efnahag: Stríð geta haft neikvæð áhrif á efnahag ríkja sem taka þátt í þeim. Með því að halda sig utan stríðsins gæti Ísland forðast efnahagslegar afleiðingar, s.s. kostnað við hernaðarþátttöku og hugsanlega viðskiptaþvinganir.

Með þessum hætti getur Ísland lagt sitt af mörkum til að styðja Úkraínu og alþjóðasamfélagið án þess að taka beinan þátt í hernaðaraðgerðum.

"Þið munið öll, þið munið öll, þið munið öll deyja.
Þið munið öll, þið munið öll, þið munið öll deyja.

Þið munið stikna, þið munið brenna.
Þið munið stikna, þið munið brenna.
Feður og mæður börn ykkar munu stikna.    

Dauðinn situr á atómbombu
hún fer ekki framhjá."

Bubbi Morthens - Hírósíma


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Fasisminn tröllríður.

Ef rætt er um hlutleysi og að bera klæði á vopnin á milli Rússlands og Úkraníu þá ertu Pútleristi.

Ef sett er út á hið fordæmalausa endalausa viðbjóðslega dekur við Ísraelsríki sem hefur líklega fyrir löngu sett heimsmet að sniðganga ályktanir SÞ.þá ertu einfaldlega kallaður gyðingahatari.

Eitthvað sem við þurfum að tækla?

L (IP-tala skráð) 26.6.2024 kl. 20:30

2 Smámynd: Júlíus Valsson

Eina sem dugar er að kjósa taktískt. Það þrælvirkar, ef ekki þá væri Kata Jak nú forseti Íslands.

Júlíus Valsson, 26.6.2024 kl. 20:48

3 identicon

Að kjósa eftir taktík er líklega það sama og vera taktlaus.

Ávísun á að fólk hafi ekki hugmynd hvað það kaus fyrr en annað kemur í ljós.

L (IP-tala skráð) 26.6.2024 kl. 21:41

4 Smámynd: Júlíus Valsson

Sammála, það er neyðarúrræði en stundum er bara algjört prinsipatriði að sumir einstaklingar eða sumir flokkar komist ekki til valda.

Júlíus Valsson, 26.6.2024 kl. 21:57

5 identicon

Nei, hefði verið betra að fá KJ í embættið.

Allt sem núverandi forseti mun láta frá sér hefði KJ aldrei verið fyrirgefið.

Við lærum seint en vonandi einhverntímann.

L. (IP-tala skráð) 27.6.2024 kl. 00:09

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og ellefu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband