Ruslakistan Ísland í nafni "loftslagsmála og orkuskipta" .

Það er afar ógeðfelt hve auðvelt það er fyrir erlenda umhverfissóða að nota náttúru Íslands fyrir ruslakistu. Starfsemi fyrirtækisins "Running tide" er gott dæmi um slíkan sóðaskap sem var með samþykki íslenskra ráðherra sem blessuðu undraverkið í bak og fyrir þó án nokkurra vísindalegra raka.

Íslensku ráðherrarnir hefðu reyndar getað spurt börn á grunnskólaaldri: "Ef þú dembir 19 þúsund tonnum af kanadísku viðarkurli í hafið við Ísland: a) hefur það áhrif á magn CO2 í andrúmsloftinu, b) hefur það áhrif á hitastig jarðar? 

Kjósum taktískt!

running_tide



Grein Heimildarinnar um Running tide   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Annað sem er verulega klikkað er áætlunin um að flytja inn fljótandi CO2 og dæla það í jörðu við Straumsvík. Hvað gæti farið úrskeiðis?

Gæti það etv mengað drykkjarvatn framtíðarinnar? Hvernig vitum við að um CO2 væri að ræða en ekki enhver eiturefni sem einhverjir sóðar vilja losa sig við - yrði eithvert eftirlit með svona rugli? Gæti svona niðurdælun valdið jarðhræringum? Þarna eru bara nokkrar spuringar. 

Stundum finnst mér Ísland vera ódýrasta hóran á horninu.

Bragi (IP-tala skráð) 26.6.2024 kl. 22:00

2 Smámynd: Júlíus Valsson

Allt eftirlit með umhverfissóðum er steingelt hér á landi. Erlendir umhverfissóðar geta því demt yfir okkur hvaða ógeði sem þeim þóknast einkum ef það er í nafni "loftslagsmála og orkuskipta". Sorgleg staðreynd. 

Júlíus Valsson, 26.6.2024 kl. 22:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband