Heilbrigð skautun í hraustu samfélagi

 „Hugtakið skautun lýsir þróun í átt til aukinnar skiptingar hópa eða samfélaga í andstæða póla.“ Guðmundur Ævar Oddson, dósent við HA

„Í okkar heimshluta eru vaxandi áhyggjur af lýðræðinu, neikvæðum áhrifum samfélagsmiðla. Teikn eru um aukna skautun; netárásir og undirróðursöfl láta til sín taka. Þau skeyta engu um framtíð landsmanna.“ Bjarni Benediktsson 17. júní 2024.

Innflytjendamál hafa í um áratug verið í höndum Sjálfstæðisflokksins. Á þeim tíma hafa landamæri Íslands verið galopin og er nú svo komið að við búum við svokallað „fjölmenningarsamfélag“. Það vekur því furðu þegar formaður flokksins agnúast yfir því að íbúar landsins skuli nú skipa sér í fylkingar eftir skoðunum. Hafði hann búist við því að þeir sem flytja til landsins séu almennt skoðanalausir og að þeir sem hér eru fæddir og uppaldir séu á sömu skoðun og þeir innfluttu? Er óeðlilegt að landsmenn hafi almennt ólíkar skoðanir og skipi sér í flokka eftir ólíkum skoðunum?

mao-tse-tung-zedong-1893-1976-chinese-revolutionary-leader-in-poster-CNP45F
Mao Zedong afnemur alla skautun í Kína

Eina lausnin til að losna við áðurnefnda „skautun“ er að fara að fordæmi Maó formanns og koma á menningarbyltingu þar sem allir ganga í samskonar BB-búningi og hafa sömu ríkisskoðun.

Ekki er langt síðan formaðurinn samþykkti frumvarp um fjölmiðlalög þar sem ritskoðun ESB var lögleidd hér á landi. Einhver ætti því að minna formanninn á að lýðræðið byggist fyrst og fremst á frelsi manna til að hafa og tjá mismunandi skoðanir. Án tveggja skauta streymir engin orka. Án skautunar verða engar framfarir því skautun er einkenni á heilbrigðu samfélagi í þróun.

Um fjölmiðlafrumvarpið   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband