Asni ESB klyfjaður gulli klifrar yfir borgarhlið

Carbfix ohf. er í eigu Orkuveitu Reykjavíkur. Fyrir tveimur árum hlaut Carbfix styrk frá Nýsköpunarsjóði Evrópusambandsins upp á 16 milljarða íslenskra króna til uppbyggingar á fyrirhugaðri móttöku- og förgunarmiðstöðinni Coda Terminal í Straumsvík. Verkefnið gengur út á að flytja til Íslandi mengunarvökva með koltvísýringi (CO2) frá ESB í sérsmíðuðum eiturefnaflutningaskipum til förgunar og er reiknað er með allt að 130 slíkum skipakomum á ári. Mengunarvökvinn kemur m.a. frá járn-, stál-, og áliðnaði o.fl. í ESB. Enginn veit á þessu stigi hvaða auka-, snefil- og eiturefni felast í þessum innflutta mengunarvökva frá stóriðnaði í ESB.
Íslenska fyrirtækið Carbfix hefur undanfarin ár falið CO2 fyrir ESB með því að dæla því niður í jarðlög á Hellisheiði til að draga úr hamfarahlýnun af mannavöldum. Ekki fylgir sögunni hvernig árangurinn af aðferðinni er mældur, en að sjálfsögðu þarf að meta árangur af hverri aðferð af þeim áhrifum sem hún veldur en ekki af væntingum um árangur.

Carbfix leysir CO2 upp í vatni og dælir vökvanum niður í berglög, þar sem það breytist í steindir á um tveimur árum með hugverkavarinni aðferð.

reykjanes_sprungur
Suðvesturhornið er allt þversprungið

CO2 breytist í veika sýru, kolsýru, við að blandast vatni. Hugsunin er að þessi blanda breytist í karbónat (kalsíum-, magnesíum- eða járnkarbónat), sem er kalklík bergtegund sem fyllir upp í  holur og glufur  í berginu og þéttir það. Rannsóknir sýna að hraði uppleysingar á basalti hækkar með lækkandi kísilinnihaldi. Við þetta minnkar vatnsflæði um bergið, sem veldur því að grunnvatnsborðið getur hækkað umtalsvert og mun erfiðara verður að ná í hreint drykkjarvatn. Því er reyndar haldið fram að niðurdælingin nái niður fyrir grunnvatnið og að blandan sé eðlisþyngri en grunnvatnið, en á móti kemur að verkefnið þar gífurlegt magn af hreinu bergvatni, eða um 75 milljón tonn af fersku drykkjarvatni á ári! Þau úrgangs- og eiturefni sem dælt er niður fyrir grunnvatnið berast út í hafið með tilheyrandi áhrifum á lífríkið, sem varla getur talist æskilegt. 
Talið er að grunnvatnsstaðan í Hafnarfirði geti hækkað um 40 cm og að mengunarvökvinn geti náð yfir um 100 ferkílómetra svæði. Það gæti farið að flæða inn í suma kjallara.

Berglögin í Hafnarfirði og á Reykjanesinu eru mjög sprungin þvers og kruss, og veit enginn nákvæmlega hvernig þær sprungur liggja nema e.t.v. uppi á yfirborðinu. Basaltið í berggrunni Íslands inniheldur talsvert af snefilefnum og þungmálmum, en það fer eftir sýrustigi og afoxunarspennu. Enginn veit hvaða auka- og eiturefni geta fylgt uppleystu iðnaðarkoldíoxíð frá stál- og járnbræðslum og álverum í ESB sem fá að sullast um bergið í nokkur ár. Enginn veit heldur t.d. hvaða þungmálmar geta leynst í blöndunni og hvaða óæskileg efni geta leyst úr berginu á miklu dýpi við niðurdælingu. Afar áhættusamt er að framkalla jarðskjálfta (allt af 3 á Richter kvarða) undir íbúabyggð á virku eldgosasvæði, það sér hver maður. Jarðfræðingar hafa ítrekað varað við frekari byggð á þessu svæði.

Því hefur verið haldið fram af málsmetandi mönnum að það sé skynsamlegra, mun skemmtilegra og náttúruvænna að fá sér bjór eða gosdrykk með CO2 fremur en að dæla efninu niður í jörðina. Margir stórefist um að hlýnun jarðar sé af mannavöldum og mörg rök bendi til þess að CO2 sé óveruleg gróðurhúsalofttegund. Vatnsgufan sé þar mun áhrifameiri. C14 hafi ekki minnkað í CO2 eftir iðnbyltinguna. Ekki má heldur gleyma því að gífurlegt magn CO2 streymir stöðugt úr jörðinni, m.a. úr eldgosum, með heitu vatni og á háhitasvæðum.

Umhverfissóðar í Evrópusambandinu eiga að sjálfsögðu að pissa í eigin klósett. Íbúar á Stór-Reykjavíkursvæðinu og Íslendingar almennt, þurfa stöðugt að vera á varðbergi gagnvart þeim sem vilja nota Ísland sem ruslakistu fyrir umhverfissóða í ESB. Reynslan sýnir glögglega að ráðamönnum, embættismönnum og eftirlitsaðilum hér á landi er alls ekki treystandi. Því þarf fólkið í landinu að kynna sér málin og draga eigin ályktanir. Hér er um að ræða tilraun á Hafnfirðingum, sem enginn veit hvaða áhrif getur haft þegar til lengri tíma er litið.   

Nú hefur asni ESB klyfjaður gulli klifrar yfir borgarmúra Hafnarfjarðar og ætlar sér að pissa í vatnsbólið.

Hér er hægt að mótmæla staðsetningu Coda Terminal í Hf. 


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Það verður nú varla af þessu verkefni ef Hafnafjarðarbær heldur fast við þá ákvörðun sína að ekki byggja nýja höfn fyrir þessar "130 slíkum skipakomum á ári"

Grímur Kjartansson, 3.7.2024 kl. 16:45

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og þrettán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband