Kolefnisskattar ESB á flugið lagðir niður í Svíþjóð. Íslendingar borga enn...

Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, ut­an­rík­is­ráðherra, sagði í viðtali við Mbl. í mars 2023 að þá fyr­ir­huguð lög­gjöf ESB um los­un­ar­heim­ild­ir á flug­ferðir væri „stærsta hags­muna­mál Íslands frá upp­töku EES samn­ings­ins“. Hún sagði að „það yrði aldrei verða samþykkt að sam­keppn­is­hæfni Íslands myndi skaðast“ líkt og sú lög­gjöf sem samþykkt hafði verið í ESB bar með sér.  

Þrátt fyrir stóru orð ráðherrans og fögur fyrirheit voru Lög um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir samþykkt af Alþingi Íslendinga þ. 22. desember 2023. Einungis sjö þingmenn (þ.e. þingmenn Flokks fólksins og Miðflokksins) neituðu að samþykkja þessi ólög: Ásthildur Lóa Þórsdóttir, Bergþór Ólason, Eyjólfur Ármannsson, Inga Sæland, Jakob Frímann Magnússon, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Tómas A. Tómasson

Innlent skattlagningarvald er ein af frumforsendum fullveldis ríkja. Með því að færa það úr landi veikja menn íslenskt fullveldi. Enn fremur orkar það mjög tvímælis út frá æðstu réttarheimild lýðveldisins, stjórnarskránni. Þetta mál sýnir eina af mörgum neikvæðum afleiðingum EES-samstarfsins sem leitt hefur til skerðingar á fullveldi Íslands.

Íslendingar hafa hagað sér eins og algjörir aumingjar í þessu máli sem bæði óskynsamlegt og óhagstætt gagnvart íslenskum hagsmunum ekki síst samkeppnishæfni landsins. Undirlægjuhátturinn gagnvart ESB er algjör og til háborinnar skammar fyrir Alþingi Íslendinga.  

Svíar leggja niður kolefnisskatta á flugið

Svíar eru þátttökuþjóð í ESB eins og allir vita. Nú hefur ríkisstjórn Svíþjóðar og flokkur Svíþjóðardemókrata ákveðið að afnema hinn umdeilda flugskatt ESB.

- "Við munum einfaldlega leggja niður og fjarlægja þennan skatt á flugið", sagði Linda Lindberg, leiðtogi Svíþjóðardemókrata, á blaðamannafundi um fjárfestingar í haustfjárlögum. Flugskatturinn var settur á af fyrri ríkisstjórn Svíþjóðar árið 2018 til að draga úr loftslagsáhrifum flugsins. Þeir sænsku stjórnmálaflokkar sem kenna sig við Tidö-samkomulagið og flugfélögin hafa áður haldið því fram að skatturinn hafi neikvæð áhrif á samkeppnishæfni Svíþjóðar og hafa nú ákveðið að afnema hann frá 1. júlí 2025. Gert er ráð fyrir að verð á flugmiða innanlands og innan Evrópu verði um 80 sænskum krónum lægri og utan Evrópu um 325 sænskum krónum lægri eftir að flugskatturinn verður lagður niður.

Íslendingar borga, til að móðga ekki ESB

Á meðan þurfa íslenskir flugfarþegar og fyrirtæki greiða fulla kolefnisskatta til ESB vegna ömurlegrar hagsmunagæslu og roluskaps utanríkisráðuneytisins.

flygskatt

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Svíar voru að fá betri menn í starfið fyrir stuttu.

Við erum enn með hyski sem vill okkur öll feig.  Af engum ástæðum.

Ásgrímur Hartmannsson, 6.9.2024 kl. 16:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband