Viðskiptabann á Rússa kostar sitt
Samtök atvinnulífsins óskuðu eftir því í lok árs 2015 að íslensk stjórnvöld endurskoðuðu stuðning sinn við viðskiptabann ESB á Rússland. Þau töldu bannið hafa haft mjög neikvæð áhrif á íslenskt atvinnulíf og áætluðu þá að íslensk fyrirtæki í sjávarútvegi og landbúnaði hefðu þá orðið af um fimmtán milljarða króna tekjum á ári vegna stuðnings stjórnvalda við það. Síðan er liðinn tæpur áratugur og því óhætt að margfalda þá upphæð nokkrum sinnum.
Þar að auki hafi áhrif á vöruútflutninga þeirra þjóða sem styðja bannið hafa verið hlutfallslega mest á Íslandi, en ESB hafði reglulega framlengt bannið um sex mánuði, en til stóð að það félli niður í lok janúar 2016.
Ísland er ekki hluti af Evrópusambandinu (ESB) en er hluti af Evrópska efnahagssvæðinu (EES) og Schengen-samkomulaginu sem tengir okkur samræmdri stefnu ESB í ýmsum málum m.a. varðandi refsiaðgerðir. Hins vegar eru efnahagslegar, sögulegar og félagslegar ástæður fyrir því að Ísland ætti að hugleiða að taka ekki þátt í refsiaðgerðum ESB gegn Rússlandi eða öðrum þjóðum:
Efnahagslegar ástæður:
- Viðskipta- og efnahagstengsl: Rússland er afar mikilvægur markaður fyrir íslenskar sjávarafurðir, einkum fiskútflutning t.d. á makríl og síld. Refsiaðgerðir stefna þessum viðskiptum í hættu til frambúðar og skaða þannig íslenskan sjávarútveg, sem er lykilstoð efnahagslífsins. Viðskiptabann Íslands á Rússa hefur þegar gengið af mikilvægum fyrirtækjum dauðum (sbr. nýlegt dæmi, Skagann X3 á Akranesi) með tilheyrandi hörmungum fyrir nærumhverfið og þjóðarbúið í heild.
- Orka og auðlindir: Stefna Íslands í orkumálum og hagsmunir af því að auka fjölbreytni í orku- og náttúruauðlindum er í uppnámi vegna refsiaðgerðanna. Þar sem Rússland er stór alþjóðlegur aðili í orkuöflun, sölu og dreifingu orku gæti það verið afar gagnlegt fyrir orkuöryggi Íslands og framtíðarsamstarf til viðhalda jafnvægi í samskiptum við Rússland.
- Áhrif ferðaþjónustu: Rússneskir ferðamenn hafa lengi lagt sitt af mörkum til ferðaþjónustunnar á Íslandi. Refsiaðgerðir draga að sjálfsögðu úr fjölda rússneskra gesta og hefur bein neikvæð áhrif á tekjur Íslands í geira sem þegar er viðkvæmur fyrir alþjóðlegum efnahagssveiflum og kolefnisgjöldum ESB.
Sögulegar ástæður:
- Hlutlaus utanríkisstefnuhefð: Í gegnum tíðina hefur Ísland haldið uppi hlutlausri afstöðu í alþjóðlegum átökum og hefur forgangsraðað samræðum og samningum fram fyrir refsiaðgerðir. Þessi nálgun er í takt við víðtækari sögulegri utanríkisstefnu Íslands um hlutleysi, sérstaklega á tímum kalda stríðsins.
- Landfræðilegt jafnvægi: Sem smáþjóð í Norður-Atlantshafi hefur sögulegt hlutverk Íslands oft verið það að viðhalda jafnvægi milli stærri ríkja, á milli austurs og vesturs. Þessi landfræðilega staða landsins krefst þess oftar en ekki að Ísland móti sína eigin afstöðu frekar en að að sýna ávallt hlutdrægni í miklum alþjóðlegum deilum.
- Samstarf á norðurslóðum: Ísland og Rússland eru norðurslóðaþjóðir sem eiga sameiginlega hagsmuni að gæta í stjórnun norðurslóða, umhverfisvernd og sjálfbærri auðlindastjórnun. Refsiaðgerðir og viðurlög hafa bein truflandi áhrif á þetta samstarf sem skiptir sköpum fyrir stefnumótun og umhverfishagsmuni Íslands.
Félagslegar ástæður:
- Almenningsálitið: Íslenskt almenningsálit hefur í gegnum tíðina verið varfærnislegt og menn hafa ætíð verið tregir til að blanda sér í alþjóðleg átök og viljað forðast beina íhlutun í lengstu lög. Viðhorf almennings hallast að því að viðhalda góðum diplómatískum samskiptum við öll lönd, þar á meðal Rússland, frekar en að styðja refsiaðgerðir sem auka á spennu milli stórveldanna. Rifja má upp að einungis Rússar og Færeyingar stóðu með Íslandi í bankaráninu mikla árið 2008.
- Menningarsamskipti og söguleg tengsl: Ísland og Rússland hafa átt rík sameiginleg menningar- og fræðileg samskipti í gegnum tíðina. Þessi tengsl geta stuðlað að gagnkvæmum skilningi og samræðum og geta refsiaðgerðir truflað þessi tengsl og takmarkað samskipti á milli þjóðanna.
- Mannréttindi: Sumir líta á refsiaðgerðir sem aðför að rússneskum almenningi frekar en að stjórnmálaelítunni. Slíkt mannúðarsjónarmið gæti vissulega haft áhrif á félagsleg viðhorf til þátttöku í refsiaðgerðum Íslands.
Sjálfstæði Íslands í eigin stefnumótun:
Sjálfstæð ákvarðanataka Íslands, þó hún sé undir áhrifum af stefnu ESB vegna EES-aðildarinnar, er afar mikilvægur þáttur í fullveldi þjóðarinnar. Líta má á það að neita að taka þátt í refsiaðgerðum sem tákn um heilbrigða og sjálfstæða utanríkisstefnu Íslands og skuldbindingu til sjálfstæðrar og raunhæfrar ákvarðanatöku í hverju tilviki fyrir sig. Og þá vaknar sú spurning hvort refsiaðgerðir ESB hafi haft einhver áhrif á efnahag Rússlands eða þá gang stríðsins í Úkraínu? Hver er þá fórnarkostnaður Íslands af þátttöku í slíkum refsiaðgerðum?
Til hvers eru Íslendingar að refsa Rússum? Til hvers? Og hvað kostar það okkur sem þjóð?
Athugasemdir
Svo má nefna að ýmis lönd innan ESB fengu alskyns undanþágur frá þessu viðskiptabanni - vegna mikilvægra viðskiptahagsmuna
Grímur Kjartansson, 8.9.2024 kl. 12:39
Rétt er það og svo mætti safna fleiri þjóðum í skammakrókinn ef menn vilja vera sjálfum sér samkvæmir. ESB hefur síðasta orðið.
Júlíus Valsson, 8.9.2024 kl. 12:42
Heimska að forna islenskum hagsmunum fyrir aðra ??
þar sem að Ukrainu verður ekki til eftir 20 ár.
Ukraina mun gjorbreytast að stríðinu loknu og verður fattikst seð ekki til.
Russar, kinvrjar og inverjar og fleiri munu fara þarna inn byggja upp Ukrainu, og allt mun verða oðruvísi.
Islendingar sitja hinsvegar uppi með EKKI NEITT ANNAÐ EN TAPIÐ !
Russland er þrátt fyrir þvinganir 4 stærsta efnahagskerfi i heiminum og er líka i dag, þratt fyrir þvinganir stærsta efnahags kerfi i allri Evropu.
Heimska islendinga að fórna þessum samskiptum við 4 stærsta efnahags veldi heims,fyrir þjoð sem að er gjaldþrota, og verður heldur ekki til eftir 20 ár, er alager.
Russa, kinverjar og indverjar og fleiri munu eignast Ukrainu.
Ukrainsku almenningur er gjaldþrota.
Að setja hagsmuni lsl i 2 sætið, og forna hagsmunum isl fyrir gjaldþrota þjoð er HEIMSKA AF VERSTU GERÐ.
Eftir banka hrunið 2008, þá skeður ákveðnir atburðir.
þeir atburðir gerðu það að verkum, að ISLENDINGAR GÁTU AUÐVELDLEGA GEFIÐ WASHINGTON DC OG ESB FINGURINN I ÞESSU UKRAINU MÁLI OG HALDIÐ GOÐUM SAMSKIPTUM VIÐ RUSSA.
ÓLAFUR RAGNAR VAR SAGT AÐ FARA FJANDANS TIL I WASHINGON DC, og rekin heim, með þekm orðum að malefni isl kæmu washington ekkert við.
Uk setti island á hryðjuverka lista við hliðina á Osama Bin laded. +
Esb ættlaðoi að knýa 300 miljarða út úr þjóðinni vitandi það að islendingar væru ekki gjaldfærir og bæri heldur ekki skylda til að borga ice save !
Island var eitt báti skriðandi fyrir fram Russnesku þjoðina og Kinverjar til að byðja um hjálp.
þetta gerir það að verkum að island var i kjor aðstoððu til þess að ,, SKIPTA SÉR EKKI AF UKRAINU MALINU OG LÁTA ÞÖGNINA ALGERLEGA RIKJA MAÐ HAGSMUNI ISL EFNAHAGS I HUG.
washington og esb átti enga heimtingu á að isl færu að forna sínu efnahags hagsmunum fyrir Esb og washington hutmynda fræðina.
---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Hræsnin er alger .
þórdís, hélt ræðu i háskóla bíói. þar sagði þordis oftar en einnu sinni, að það væri mikil vægt að standa vörð um frið i EVROPU !!!!!!!!!!!!
I EVROPU !!!!
Vandamálð var að þórdís sá ekki sjálf hræsnina sem að fólst i þessum orðum hennar.
Vorð um frið i EVROPU !!
Það má nefnilega vera stríð annarstaðar og það má leggja allt í rúst annarstaðar, svo lengi sem EVROPA NÝTUR GOÐS AF !!!
Siðblinda þordísar i ræðunni voru alger.
kv
LIG
Lárus Ingi Guðmundsson, 8.9.2024 kl. 12:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.