Íslensk þjóð stendur á tímamótum í fullveldismálum

Stjórnarskráin er talin innihalda æðstu lög ríkisins sem öll önnur lög verða að taka mið af.”
Úr námsefni íslenskra grunnskólanema, Þjóðfélagsfræði, Á ferð um samfélagið. Garðar Gíslason 2016.

Sú hættulega öfugþróun hefur orðið hér á landi á undanförnum árum að lýðræðislega kjörnir fulltrúar fólksins, einkum þeir sem veljast til embætti ráðherra, hafa kosið að virða íslensku stjórnarskrána að vettugi. Alþingi hefur þannig ítrekað komist upp með að samþykkja lög sem sníða sneiðar af fullveldi þjóðarinnar þó svo þau lög gangi algjörlega í berhögg við stjórnarskrá íslenska lýðveldisins. Þetta þykir í lagi ef sneiðarnar eru skornar nægilega þunnar („spægipylsuaðferðin“). Þetta er auðvitað algjör lögleysa og svik við þann eið sem alþingismenn hafa svarið. Þeir hinir sömu hefðu svo sannarlega gott af því að rifja upp námsefni grunnskólanema í þjóðfélagsfræði. Íslenska stjórnarskráin (2. gr) leyfir alls ekkert framsal á fullveldi Íslands!   

bokun_35_fb_2

Nýleg dæmi um alvarleg stjórnarskrárbrot Alþingis tengjast mörg hver framkvæmd EES-samningsins: Persónuverndarlög ESB, evrópskt eftirlitskerfi á fjármálamarkaði, samkeppnisreglur ESB (sem viljandi voru reyndar viljandi ekki innleiddar að fullu til að viðhalda fákeppni hér á landi og sem nú veldur gremju hjá ESA), orkupakkar ESB og kolefnisskattar til ESB vegna flugs og sjóferða. Í öllum þessum málum er hluti af fullveldinu framselt til yfirþjóðlegs valds, þ.e. til ESB. Þetta eru alvarleg stjórnarskrárbrot!

Nú liggur fyrir á expresshraðli utanríkisráðherra Íslands frumvarp um innleiðingu Bókunar 35 við EES-samninginn. Margir furða sig á þeim ofsa sem þetta mál er rekið fram núna á 30 ára afmæli EES á Íslandi, á afmæli samnings sem flestir Íslendingar hafa hingað til litið á sem viðskiptasamning en ekki pólitískan og þar sem Bókun 35 hefur ekki hvatt dyra Alþingis eða valdið vandamálum hingað til. EES-samningurinn hefði aldrei verið samþykktur af íslensku þjóðinni árið 1994 ef það hefði þýtt framsal á löggjafarvaldi Alþingis til ESB. 

Bjarni Jónsson alþingismaður VG skrifaði þ. 22. september 2024 ágæta grein á www.visir.is þar sem hann greinir svo frá, að margir lýsi yfir mikilli furðu yfir þeirri ákefð sem nú er lögð í að samþykkja bókun 35 við EES samninginn sem felur í sér að setja ákvæði inn í íslensk lög til að geta tekið evrópskar reglur fram yfir íslenskar lagareglur öllum stundum og hvað búi þar undir. (Bókun 35 framselji löggjafarvald Alþingis Íslendingar til ESB.)

Ekkert hafi enn komið fram sem skýrir hvers vegna það liggur svo mikið á að afgreiða frumvarp vegna bókunar 35 í samningnum um Evrópska efnahagssvæðið eftir tíðindalítil 30 ár. Þegar 3. orkupakki ESB var innleiddur í íslensk lög 2019 voru settir svokallaðir „fyrirvarar“ til að ekki væri leyfilegt að leggja sæstreng til erlendra ríkja nema með samþykki Alþingis. Ljóst er að Bókun 35 gerir þessa „fyrirvara“ að engu  á einni nóttu g fleira má telja. Vindtúrbínuæðið gengur nefnilega ekki upp án umtalsverðrar hækkunar á raforku til Íslendinga, bæði til heimila og fyrirtækja. Fjórði orkupakki ESB ryður úr vegi öllum hindrunum fyrir raforkutengingum á milli landa og þá verður sæstrengurinn fljótur að skríða upp á strönd Íslands. Landsvirkjun fellur svo fyrir samkeppnisreglum ESB vegna stærðar sinnar á raforkumarkaðnum og verður seld einkaðilum. 

Draumurinn og lokatakmarkið er því að geta selt Íslendingum raforku á uppboðsverði ESB-verði líkt og frændur okkar í Suður-Noregi neyðast til að gera vegna sæstrengja til ESB.
Bjarni Jónsson alþingismaður bendir á að verði Bókun 35 samþykkt verður leiðin greidd fyrir Evrópusambandið að ganga hömlulaust að orkuauðlindum og náttúru Íslands.


Stöndum vörð um fullveldi og sjálfstæði íslensku þjóðarinnar.

Nú reynir á samstöðu Íslendinga og Forseta Íslands!

Grein Bjarna Jónssonar á Visir.is

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það sem ég er eiginlega alveg viss um er að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir leggi þessi LANDRÁÐ fram sem "þingsályktunartillögu (sem ég tel brot á STJÓRNARSKRÁ) g þetta geri hún til  þess að  "losna við" afskipti forseta.  Þessari aðferð var líka beitt þegar ESB umsóknin var send í júní 2009...

Jóhann Elíasson, 22.9.2024 kl. 15:23

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hafa evrópskar reglur lagagildi á Íslandi?

Guðmundur Ásgeirsson, 22.9.2024 kl. 15:48

3 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Guðmundur, nei en ef samþykkt er á Alþingi að taka gerðir ESB framfyrir lög, þá stendur það. Fyrir mínum dyrum séð ætti fyrir löngu að koma upp stjórnlagadómstóli á Íslandi. Pólitíkin vill auðvitað ekki sjá slíkt, enda væri skammarkrókurinn orðinn fullsetinn fyrir allnokkru.

Sindri Karl Sigurðsson, 22.9.2024 kl. 18:09

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hefur einhver lagt til að Alþingi samþykki "að taka gerðir ESB framfyrir lög"?

Guðmundur Ásgeirsson, 22.9.2024 kl. 18:19

5 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Nei en ef af þessu verður þarf Alþingi ekki að samþykkja það sem kemur. Ef ég skil þetta rétt þá verður til ákveðinn ómöguleiki. Alþingi má ekki hafna og þarf því að samþykkja.

Sindri Karl Sigurðsson, 22.9.2024 kl. 18:28

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sindri, mér sýnist þú reyndar ekki vera að skilja þetta rétt. Hefurðu kynnt þér málið nógu vel? Alþingi þarf alltaf að samþykkja lög svo að þau taki gildi á Íslandi og enginn annar hefur það vald. Enginn hefur lagt til neina breytingu á því.

Samkvæmt EES samningnum hefur Ísland vissulega skuldbundið sig til að innleiða reglur EES í íslensk lög. Það er hluti af EES samningnum og þar með íslenskum lögum frá 1993. Ekkert við það er nýtilkomið og enginn hefur lagt til breytingu á því.

Mér sýnist þú því miður falla í sömu gryfju og margir aðrir í þessari umræðu nú um stundir. Það er að rugla saman annars vegar innleiðingarskyldunni í 7. gr EES samningsins frá 1993 og hins vegar forgangsreglunni í bókun 35 sem er nú í umræðunni.

Innleiðingarskyldan hefur verið fyrir hendi allan tímann sem EES samningurinn hefur verið í gildi. En valdið til setja íslensk lög til að uppfylla þá skyldu er og verður alltaf í höndum Alþingis (a.m.k. samkvæmt núgildandi stjórnarskrá óbreyttri).

ESB getur ekki ákveðið einhliða hvaða lög og reglur gilda á Íslandi og mun ekki geta það þó forgangsreglan verði lögfest. Það þarf alltaf atbeina Alþingis til að framkvæma innleiðingu EES reglna í íslensk lög og enginn hefur lagt til breytingu á því.

Svo má alveg hafa skoðanir á kostum og göllum þess að Ísland sé skuldbundið til að innleiða EES reglur eins og það hefur verið frá 1993, en þá er líka langbest að ræða þær á grundvelli réttra staðreynda.

Guðmundur Ásgeirsson, 22.9.2024 kl. 21:03

7 Smámynd: Júlíus Valsson

Guðmundur. Vandamálið hér á landi er að Alþingi Íslendinga hefur ALDREi beitt samningsbundnu neytunarvaldi sínu, þvert á móti sbr. Svokallaða gullhúðun". 

Júlíus Valsson, 22.9.2024 kl. 22:22

8 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þetta er ekki alveg rétt. Alþingi hefur oft sett lög sem stangast á við EES reglur og fyrir vikið orðið skaðabótaskylt gagnvart þeim íslensku þegnum sem hafa þannig farið á mis við þau réttindi sem þeir hefðu átt að njóta til jafns við aðra íbúa EES svæðisins.

Ef það er vandamál í augum einhverra að Alþingi geri ekki nógu mikið af því að setja lög sem stangast á við EES reglur og baka þannig ríkissjóði skaðabótaskyldu, þá er það bara sjálfstætt álitaefni sem má vissulega ræða en hefur ekkert með bókun 35 að gera.

Alþingi hefur hingað til getað sett lög sem stangast á við EES reglur og mun áfram geta það þó að forgangsregla samkvæmt bókun 35 yrði lögfest. Það eina myndi breytast er að þá myndi þurfa að taka það fram í slíkum lögum að þau eigi að fara gegn EES reglunum.

Það myndi auka skýrleika laga til muna ef í þeim kæmi beinlínis fram ef þau eiga að víkja EES reglum til hliðar. Það myndi þá gera fólki talsvert auðveldara að sækja bætur fyrir tjón af völdum slíks ef það væri skjalfest í lögum að um ásetning hafi verið að ræða.

Guðmundur Ásgeirsson, 23.9.2024 kl. 01:01

9 Smámynd: Júlíus Valsson

Guðmundur. Hvers vegna í ósköpunum setti Alþingi þá ekki sín eigin lög til að losa Ísland undan kolefnisgjöldum ESB á flug og skipaferðir? (Stærsta hagsmunamál Íslands sagði ÞKRG utanríkisráðherra). Hvers vegna samdi Alþingi ekki íslensk persónuverndarlög í stað ESB laga, sem eru gífurlega íþyngjandi fyrir fyrirtæki og stofnanir á litla Íslandi? Hvers vegna mun Alþingi svo kokgleypa 4. Orkupakka ESB sem gengur m.a. út á raforkutengingar á milli landa? svona mætti lengi telja. Er ekki auðséð hvaða áhrif Bókun 35 muni hafa á löggjafarvaldið á Íslandi? Við erum andskotans rolur Íslendingar og kunnum ekki að nýta okkar sjálfsagða rétt. Það er okkar stærsta vandamál. Höfnum Bókun 35!

Júlíus Valsson, 23.9.2024 kl. 09:36

10 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þú verður að spyrja þau sem sátu á Alþingi og samþykktu þau lög sem þú nefnir, hvers vegna þau gerðu það. Ég get ekki svarað því enda kom ég ekkert að þeirri ákvarðanatöku. Sjálfur er ég álíka andvígur kolefnisgjöldunum og þú virðist vera. Ég get ekki heldur svarað fyrir óorðna hluti eins og 4. orkupakkann. Þó get ég upplýst þig um að hann gengur ekki út á tengingar milli landa, það var sá þriðji sem ég var andvígur eins og þú virðist vera. Hinn fjórði fjallar aftur á móti um "grænvæðinguna" sem nú tröllríður öllu.

En ég get svarað því hvaða áhrif samþykkt frumvarpsins sem er kennt við bókun 35 myndi hafa á löggjafarvaldið á Íslandi. Hún myndi hafa þau áhrif að handahafar þess valds myndu við lagasetningu á sviðum sem EES samningurinn nær til, þurfa að taka upplýsta og meðvitaða ákvörðun um hvort sú lagasetning skuli samræmast EES reglunum eða stangast á við þær og skrásetja þá afstöðu. Með öðrum orðum að segja sína meiningu svo hún fari ekki á milli mála og sé öllum ljós. Það er allt og sumt og til þess fallið að auka skýrleika laga og þar með réttaröryggi.

Lög eiga að vera læsileg fyrir almenna borgara en ekki á dulmáli.

Guðmundur Ásgeirsson, 23.9.2024 kl. 21:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband