Íslensk þjóð stendur á tímamótum í fullveldismálum

Stjórnarskráin er talin innihalda æðstu lög ríkisins sem öll önnur lög verða að taka mið af.”
Úr námsefni íslenskra grunnskólanema, Þjóðfélagsfræði, Á ferð um samfélagið. Garðar Gíslason 2016.

Sú hættulega öfugþróun hefur orðið hér á landi á undanförnum árum að lýðræðislega kjörnir fulltrúar fólksins, einkum þeir sem veljast til embætti ráðherra, hafa kosið að virða íslensku stjórnarskrána að vettugi. Alþingi hefur þannig ítrekað komist upp með að samþykkja lög sem sníða sneiðar af fullveldi þjóðarinnar þó svo þau lög gangi algjörlega í berhögg við stjórnarskrá íslenska lýðveldisins. Þetta þykir í lagi ef sneiðarnar eru skornar nægilega þunnar („spægipylsuaðferðin“). Þetta er auðvitað algjör lögleysa og svik við þann eið sem alþingismenn hafa svarið. Þeir hinir sömu hefðu svo sannarlega gott af því að rifja upp námsefni grunnskólanema í þjóðfélagsfræði. Íslenska stjórnarskráin (2. gr) leyfir alls ekkert framsal á fullveldi Íslands!   

bokun_35_fb_2

Nýleg dæmi um alvarleg stjórnarskrárbrot Alþingis tengjast mörg hver framkvæmd EES-samningsins: Persónuverndarlög ESB, evrópskt eftirlitskerfi á fjármálamarkaði, samkeppnisreglur ESB, orkupakkar ESB og kolefnisskattar til ESB vegna flugs og sjóferða. Í öllum þessum málum er hluti af fullveldinu framselt til yfirþjóðlegs valds, þ.e. til ESB. Þetta eru alvarleg stjórnarskrárbrot!

Nú liggur fyrir á expresshraðli utanríkisráðherra Íslands frumvarp um innleiðingu Bókunar 35 við EES-samninginn. Margir furða sig á þeim ofsa sem þetta mál er rekið fram núna á 30 ára afmæli EES á Íslandi, á afmæli samnings sem flestir Íslendingar hafa hingað til litið á sem viðskiptasamning en ekki pólitískan og þar sem Bókun 35 hefur ekki hvatt dyra Alþingis eða valdið vandamálum hingað til. EES-samningurinn hefði aldrei verið samþykktur af íslensku þjóðinni árið 1994 ef það hefði þýtt framsal á löggjafarvaldi Alþingis til ESB. 

Bjarni Jónsson alþingismaður VG skrifaði þ. 22. september 2024 ágæta grein á www.visir.is þar sem hann greinir svo frá, að margir lýsi yfir mikilli furðu yfir þeirri ákefð sem nú er lögð í að samþykkja bókun 35 við EES samninginn sem felur í sér að setja ákvæði inn í íslensk lög til að geta tekið evrópskar reglur fram yfir íslenskar lagareglur öllum stundum og hvað búi þar undir. (Bókun 35 framselji löggjafarvald Alþingis Íslendingar til ESB.)

Ekkert hafi enn komið fram sem skýrir hvers vegna það liggur svo mikið á að afgreiða frumvarp vegna bókunar 35 í samningnum um Evrópska efnahagssvæðið eftir tíðindalítil 30 ár. Þegar 3. orkupakki ESB var innleiddur í íslensk lög 2019 voru settir svokallaðir „fyrirvarar“ til að ekki væri leyfilegt að leggja sæstreng til erlendra ríkja nema með samþykki Alþingis. Ljóst er að Bókun 35 gerir þessa „fyrirvara“ að engu  á einni nóttu g fleira má telja. Vindtúrbínuæðið gengur nefnilega ekki upp án umtalsverðrar hækkunar á raforku til Íslendinga, bæði til heimila og fyrirtækja. Fjórði orkupakki ESB ryður úr vegi öllum hindrunum fyrir raforkutengingum á milli landa og þá verður sæstrengurinn fljótur að skríða upp á strönd Íslands. 

Draumurinn og lokatakmarkið er því að geta selt Íslendingum raforku á uppboðsverði ESB-verði líkt og frændur okkar í Suður-Noregi neyðast til að gera vegna sæstrengja til ESB.
Bjarni Jónsson alþingismaður bendir á að verði Bókun 35 samþykkt verður leiðin greidd fyrir Evrópusambandið að ganga hömlulaust að orkuauðlindum og náttúru Íslands.


Stöndum vörð um fullveldi og sjálfstæði íslensku þjóðarinnar.

Nú reynir á samstöðu Íslendinga og Forseta Íslands!

Grein Bjarna Jónssonar á Visir.is

 


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það sem ég er eiginlega alveg viss um er að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir leggi þessi LANDRÁÐ fram sem "þingsályktunartillögu (sem ég tel brot á STJÓRNARSKRÁ) g þetta geri hún til  þess að  "losna við" afskipti forseta.  Þessari aðferð var líka beitt þegar ESB umsóknin var send í júní 2009...

Jóhann Elíasson, 22.9.2024 kl. 15:23

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hafa evrópskar reglur lagagildi á Íslandi?

Guðmundur Ásgeirsson, 22.9.2024 kl. 15:48

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og fjórtán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband