Mun Orkuveitan byrla Hafnfirðingum ógeðsdrykki á kostnað Reykvíkinga?

Orkuveitan (OR) er eigandi Carbfix / Coda terminal og hefur nú gert áætlanir um að veita 68 milljörðum af áhættufé í starfsemi Carbfix. Reykvíkingar hafa áður haft afar slæma reynslu af slíkum "fjárfestingum" sem Reykjavíkurborg hefur staðið fyrir á kostnað þeirra og má þar nefna risarækjuævintýrið mikla því Reykjavíkurborg hefur þann slæma sið að seilast langt út fyrir kjarnastarfsemi sína, í óþökk borgarbúa. 

Nýjasta dellan er tilraunaverkefni Coda terminal í Hafnarfirði. Dæla á þremur milljónum tonna af CO2 vökva (straumi) sem inniheldur 5.700 tonn af óskilgreindum eiturefnaúrgangi (þetta eru 85 sneisafullir 40 feta gámar á ári af eiturvökva) niður í jarðveginn við íbúðabyggðina á Völlunum, þvert á vilja íbúanna. Það er borin von, að ætla að meirihlutinn í Reykjavík, sem er eigandi Orkuveitunnar/Carbfix muni ekki valta yfir íbúa Hafnarfjarðar í þessu máli en þar er helsta iðja meirihlutans í Reykjavík að valta yfir vilja íbúa borgarinnar og má þar nefna umferðarmálin  einkum Borgarlínu, staðsetningu Landspítalans og Reykjavíkurflugvöll sem dæmi. 

strumsvikurhofn copy
Risahöfn í Straumsvík

Nú er svo komið að OR er búin og mun leggja tugi milljarða í Carbfix og er Hafnarfjarðarbær komin á einhvern afar undarlegan stað með með því að semja við Coda terminal um að dæla milljónum tonna af mengunarútblæstri frá járn-, stál-, ál- og sementsverksmiðjum, þ.e. frá umhverfissóðum í ESB, nánast niður í garða Hafnfirðinga og á leiðinni um að fara í eina stærstu framkvæmd síðari ára sem er gífurleg stækkun Straumsvíkurhafnar fyrir þessa sömu áhættustarfsemi "sem getur alltaf farið illa" skv. f.v forstjóra OR. "Það er eiginlega ekki hægt að skálda þetta því það er svo ruglað."

Starfsemin er afar orkukrefjandi og þarf að nota milljarða tonn af grunnvatni á nokkrum árum og mikið magn af heitu vatni sem hugsanlega þarf að jafnvel að hita enn frekar. Áhrif á lífríkið á landi og í sjónum svo á grunnvatnsstöðu og hreinleika grunnvatns eru algjörlega óljós en mengunarvökvinn getur verið að sullast um jarðlögin í allt að tvö ár frá niðurdælingu.

Designer
Ársskammtur af eiturefnum: 85, 40 feta gámar

Hafnfirðingar hafa farið fram á íbúakosningu um málið en Hafnarfjarðarbær vill þæfa málið með því það þurfi að byrja á því að „ná samningi“ við Carbfix um tilraunaverkefnið og klára allar tilheyrandi „rannsóknir“. ESB veitir Carbfix styrk upp á 16 milljarða til verkefnisins. Enginn veit þó hver á að fjármagna stækkun hafnarinnar í Straumsvík sem mun kosta minnst nokkra tugi milljarða (plús). Einnig þarf að semja um smíði sérstakra risastórra eiturefnaflutningsskipa sem ætlað er að sigla frá meginlandi Evrópu til Íslands þrisvar í viku og eitthvað kostar af peningum og mengun að sigla þeim til Íslands.

Undirritaður hvetur alla til kynna sér þetta undarlegu og í raun hættulegu framkvæmd, sem er bein atlaga að hinni tiltölulega hreinu náttúru Íslands en einnig að heilsu, samfélagi, á innviði og mannlífi íbúa Hafnarfjarðar í nafni "loftslagsmála". Ljóst er að niðurdæling CO2 í berglög hér á landi hefur ekki hin minnstu áhrif á hitastig jarðar. 

Til hvers þá allt þetta brölt og allur þessi kostnaður? Hver hefur hag af því?

Mengunarúrgang frá öðrum löndum ætti aldrei að flyta til Íslands! Aldrei nokkurn tímann!    


Tenglar:

Mótmælum staðsetningu Coda Terminal við íbúabyggð

Möguleg eiturefni í CO2 vökva (straumi) frá stóriðju í Evrópu (samantekt undirritaðs)

Tillögur Dags. B. Eggertssonar borgarstjóra um stofnun hlutafélags um Carbfix / Coda terminal
 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ég mæli með að þeir sem standa fyrir þessari niðurdælingu allri verði neyddir til þess að drekka eitt glas af þessu sulli sjálfir, svona 300-350 ml, til þess að sanna það fyrir okkur að þetta sé öruggt.

Ásgrímur Hartmannsson, 11.10.2024 kl. 16:54

Bæta við athugasemd

Hver er summan af þremur og átján?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband