Er græna bólan sprungin?

Því hefur ítrekað verið haldið fram, að "grænar orkulausnir", sólar- og vindorka lækki orkuverðið. Þessu er akkúrat öfugt farið. Þau lönd sem hafa sett upp flestar vindtúrbínur og sólarsellur verða að innheimta hæsta orkuverðið. Öll vindorkuver í Svíþjóð eru í dag rekin með tapi. Ástandið í Noregi er skelfilegt og í Þýskalandi rífa menn nú niður vindtúrbínur og eru í staðinn að opna nýjar kolanámur. Samt sem áður er runnið á eins konar vindorkuæði á Íslandi og kolefniskrakkarnir ætla einnig að efnast vel á "grænum lausnum" svo sem kolefnis- föngun og förgun. Allt i nafni „loftslagsmála og orkuskipta“.

Wire 2025-01-23 at 10_22 AM
Grænar lausnir eru mjög dýrar

Net Zero Banking Alliance (NZBA) er samstarfsverkefni fjármálastofnana og Sameinuðu þjóðanna, sem var sett á laggirnar árið 2021, miðar að því að ná fram kolefnishlutleysi fyrir árið 2050. Þetta verkefni dró fljótt til sín nokkra af stærstu bönkum heimsins, sem höfðu skýr markmið með áherslu á að samþætta sjálfbæra starfshætti, samræma útlán, fjárfestingar og fjármagnsmarkaði og að stuðla að hinu háleita "núllmarkmiði" Sameinuðu þjóðanna.

Á síðustu vikum hafa þó nokkrir af stærstu bönkum Bandaríkjanna dregið sig út úr Net Zero Banking Alliance (NZBA). Þessir bankar eru Goldman Sachs, Morgan Stanley, Citigroup, Wells Fargo og Bank of America og nú síðast JPMorgan Chase og stærstu bankar Kanada: BMO, National Bank, TD Bank Group and CIBC.

Þessir risabankar í USA og Kanada hafa greint stöðuna og eru nú að forða sér frá fyrirséðu tapi ef ekki hruni á hlutabréfum í græna orkugeiranum. Græna bólan er nefnilega alveg komin að því að springa eins og allar bólur sem grundaðar eru á pólitískri hugmyndafræði sem aftur byggir á blekkingum og fölsuðum gögnum um meinta hlýnun af mannavöldum.

Aðrir bankar munu nú hugsa sig tvisvar um áður en þeir leggja fé í slík verkefni, sem byggja á því að borga þarf fyrir að sleppa CO2 út í andrúmsloftið. Slík losun er nú ókeypis í USA (Trump: "Drill, baby, drill!) í Kína, Indlandi og öllum hinum löndum þessa heims nema í örfáum löndum ESB. Þessar "grænu orkulausnir" eru þegar allt kemur til alls eitt risavaxið svindl, "Ponzy scheme". Nýr forseti Bandaríkjanna mun væntanlega hafa gífurleg áhrif á grænu bóluna, jafnvel sprengja hana fljótlega.

Hér á Íslandi er okkur talið trú um að vindtúrbínur lækki raforkuverð og að það að flytja milljónir tonna af útblæstri frá mengandi iðnaði í ESB og dæla honum niður í jarðlög og grunnvatnið á Íslandi muni hafa áhrif á hitastig jarðar til lækkunar. Risabankarnir eru nú hættir að trúa þessari dellu og minni bankar munu fylgja þeirra fordæmi. Búast má því við að erfitt geti reynst að fá fjárfesta í delluverkefni eins og tilraunaverkefni CarbFix á Hafnfirðingum, sem nefnist Coda Terminal. Reykjavíkurborg / Orkuveitan hefur þegar fjárfest 7 milljörðum í þetta verkefni og áætlar að fjárfesta nokkrum tugum milljarða til viðbótar á næstu árum. Coda Terminal er ætlað að bjarga Reykjavíkurborg frá gjaldþroti.

Nú er spurning um það hver er svo djarfur að þora að fjárfesta í Coda Terminal áður en græna bólan springur?

coda_terminal_mynd_5

ref.
Is Net-Zero Banking Dead?

4 of Canada's biggest banks leave Mark Carney-led climate initiative

Friðrik Hansen Guðmundsson færsla á FB

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Nú hef ég ekki fylgst nógu vel með lagasetningunni en einu sinni voru dreifiaðilanir í Danmörku skyldaðir til að kaupa þá raforku sem framleidd var

svona líkt og í gamla daga þegar ríkið keypti allt kindakjöt sem framleitt var af bændum og öðrum sem tókst að reka rollur á fjall

Á Íslandi gátu (geta?) þeir sem eru með heimavirkjun ekki selt sitt umframrafmagn

Ég sé ekki að vindmyllur geti verið hagkvæmar nema þær séu í eigu raforkuframleiðandans Landsvirkjun sem gæti þá hagað segli eftir vindi og flutt raforkuframleiðslu milli eininga en samt verið að selja öruggt rafmagn

Grímur Kjartansson, 23.1.2025 kl. 14:37

2 Smámynd: Þröstur R.

Ætli þessir aðilar sem ákváðu að fjárfesta í þessu bulli þurfa einhverntímann að svara fyrir tapið? Þurfti einhver af þeim forstjórum að svara fyrir tap lífeyrissjóða eftir hrunið? Þessir aðilar leika sér með annarra manna fé og þurfa aldrei, aldrei að svara fyrir eitt eða neitt.

https://www.visir.is/g/20212177584d/aetla-ad-setja-580-milljarda-a-niu-arum-i-graenar-fjarfestingar

Þröstur R., 23.1.2025 kl. 17:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband