Embættismenn ráðuneyta gera ekki samninga við erlend ríki

Stjórnarskrá íslenska lýðveldisins:

"21. gr.
Forseti lýðveldisins gerir samninga við önnur ríki. Þó getur hann enga slíka samninga gert, ef þeir hafa í sér fólgið afsal eða kvaðir á landi eða landhelgi eða ef þeir horfa til breytinga á stjórnarhögum ríkisins, nema samþykki Alþingis komi til."

"Varnarsammningur embættismanns utanríkisráðuneytisins við Bandaríkin hefur ekkert laga stjórnskipulagt gildi. Hann er ógildur og ráðuneytinu til skammar.

Skyldi Gulli muna eftir 3. orkupakkanum?


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Þriðji orkupakkinn og varnarsamningurinn; hvað áttu lesendur að álykta um samhengið? Var þriðji orkupakkinn ekki samþykktur, góðu heilli, á Alþingi? Er rökhyggja Arnars Þórs ríkjandi í huga fylgismanna hans? Arnar Þór telur t.d. að hlutleysisyfirlýsing sambandslaganna sé gildandi lög á Íslandi þrátt fyrir aðild að NATO; kanntu annan?

EINAR S HÁLFDÁNARSON (IP-tala skráð) 2.4.2025 kl. 23:46

2 Smámynd: Júlíus Valsson

Hvernig kemur Arnar Þór inn í þessa umræðu? Ég minntist hvergi á hann. Málið er að Gulli kveðst ekki muna gjörning embættismannsins, sem þó olli straumhvörfum í varnarmálum Íslands. Hann var m.ö.o. algjörlega sofandi og vaknar þá sú spurning hvort hann hafi einnig verið sofandi þegar 3. orkupakkinn var til umræðu á Alþingi? Hann greiddi þó atkvæði með honum, líklega sofandi. Maðurinn er greinilega algjörlega vanhæfur. 

Júlíus Valsson, 2.4.2025 kl. 23:58

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og átján?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband