Vek athygli á afar áhugaverðri grein: Vítissótinn og páfi kaþólskra, sem Finnbogi Rögnvaldsson skrifaði nýlega í blaðið Skessuhorn. Þar segir hann m.a. um þær hugmyndir að varpa tugum tonna af vítissóda í Hvalfjörðinn til að "bjarga loftslaginu":
"Í efnafræði er notast við eininguna mól til að mæla efnismagn. Þegar eitt mól af NaOH (vítissóta eða natríumhydroxíð) er framleitt þarf til þess orku sem er u.þ.b. 330 kJ (ACS energy letters: Caustic Soda Production, Energy Efficiency, and Electrolyzers | ACS Energy Letters). Við bruna á 1 móli af C (kolefni) fæst orka sem er u.þ.b. 390 kJ, litlu meira en þarf til að framleiða vítissótann. Lengra þarf ekki að fara í rannsóknum á vítissóta og bindingu koldíoxíðs til þess að sjá að slíkt er einfaldlega ekki gerlegt. Ekki er hægt að binda koldíoxíð með vítissóta! Nettóútkoman verður aldrei í plús. Svo má vissulega halda áfram, rita efnaformúlur og gera grein fyrir umfangi viðfangsefnisins til þess að sjá þetta enn betur, hugmyndin er einfaldlega andvana fædd og ætti ekki að vera til umfjöllunar hjá virðulegum stofnunum ríkisins. Hvað þá að hljóta þar meðmæli. Þá er eitthvað skrítið á seyði."
Umhverfisstofnun mælir með því að leyfi verði veitt fyrir tilraun með basa í botni Hvalfjarðar í sumar. Rannsóknin sé líkleg til að veita mikilvægar upplýsingar um möguleika á kolefnisbindingu án þess að hafa neikvæð áhrif á hafið.
Hér erum að ræða sömu kolefniskrakka og sem tókst að heilla þrjá ráðherra XD til að samþykkja og vegsama hryllingsgjörninginn "Running Tide", vitleysuna sem fékk þrátt fyrir allt nær 300 milljónir frá íslenska ríkinu í "skattaafslátt".
![]() |
Nú hafa sömu krakkar "styrkt" Hafró um tæpar 100 milljónir og boðið starfsmann Hafró velkominn í "matsteymi" fyrirtækisins. Enginn skilur hvað er í gangi eða til hvers en spurningar hafa auðvitað vaknað hjá starfsmönnum Umhverfisstofnunar og þau spyrja kolefniskrakkana á fjölmenningarmáli:
"What´s in it for us?"
Hvet alla til að lesa grein Finnboga Rögnvaldssonar hér:
https://skessuhorn.is/adsendar-greinar/vitissotinn-og-pafi-katholskra
Umfjöllun um Running Tide í Heimildinni
Frétt RÚV um málið
Vörpum einhverju í sjóinn við Ísland til að bjarga loftslaginu.
Upplýsingar frá móðurfélagi Rastar sjávarrannsókna ehf.
Carbon to Sea Initiative á YouTube,
Athugasemdir
Losun vítissóda (natríumhýdroxíðs) í hafið – Reglugerðir og þróun
Alþjóðlegar reglugerðir
London-samningurinn (1972) og arftaki hans, London-bókunin (1996), eru lykilsamningar á alþjóðavettvangi sem miða að því að koma í veg fyrir mengun sjávar vegna losunar úrgangs í hafið.
Samkvæmt London-bókuninni er öll losun í hafið bönnuð, nema fyrir tiltekna flokka efna, svo sem uppgröft úr hafsbotni og ákveðin efni sem teljast óvirk.
Natríumhýdroxíð (NaOH) er ekki á þessum lista, sem þýðir að losun þess í hafið er óbeint bönnuð samkvæmt þessum samningi.
Að auki hefur Samningur Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni sett bann við tækni á borð við "hafi efnabreytingar" (Ocean Alkalinity Enhancement – OAE), sem getur falið í sér notkun á natríumhýdroxíði, þar til frekari vísindaleg þekking liggur fyrir um áhrif á umhverfið.
Innlendar reglugerðir
Mörg ríki hafa tekið þessi alþjóðasamkomulög upp í eigin lög. Til dæmis:
- Ástralía: Umhverfisverndarlögin (Environment Protection (Sea Dumping) Act 1981) stjórna losun í hafið og samræmast London-bókuninni. Þau banna losun skaðlegra efna, þar með talið efna eins og natríumhýdroxíð.
- Bandaríkin: Lögin um vernd og rannsóknir á hafinu (Marine Protection, Research, and Sanctuaries Act – MPRSA) innleiða ákvæði London-samningsins og stjórna losun í hafið með leyfisveitingum.
Nýleg þróun
Árið 2024 stakk Woods Hole Oceanographic Institution upp á tilraun þar sem átti að losa yfir 60.000 lítra af natríumhýdroxíði í hafið við Cape Cod sem hluta af loftslagsverkefni.
Tillagan mætti mikilli andstöðu frá umhverfissamtökum og vakti áhyggjur af mögulegum skaða fyrir vistkerfi sjávar.
Umhverfisstofnun Bandaríkjanna (EPA) gaf út bráðabirgðaleyfi fyrir tilrauninni, en verkefnið er enn umdeilt og hefur ekki verið framkvæmd.
Niðurstaða
Þótt ekki séu til bein lagabönn við losun natríumhýdroxíðs alls staðar, þá banna alþjóðasamningar á borð við London-bókunina og landslög í ríkjum eins og Ástralíu og Bandaríkjunum slíka losun í reynd.
Öll áform um að losa natríumhýdroxíð í hafið eru háð ströngu leyfiskerfi og mæta gjarnan mikilli andstöðu umhverfisverndarsinna og lagalegum áskorunum.
ref. ChatGPT
Júlíus Valsson, 8.5.2025 kl. 15:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning