Kjartan Kjartansson blaðamaður á Visir.is, einn ötulasti talsmaður ríku kolefniskrakkanna á Íslandi ritar nú lofgrein um starfsemi Climeworks á Hellisheiði, sem reist var fyrir milljarða til að bjarga jörðinni frá hamfarahlýnun og gera alla ríka í nafni "loftslagsmála" í leiðinni. Þar reynir hann af veikum mætti að varpa efasemdum á mjög svo ítarlega og um leið faglega gagnrýni Heimildarinnar á starfsemi Climeworks á Íslandi, starfsemi sem hefði sómt sér vel í vísindaskáldsögu frá 8. áratug síðustu aldar eða sem þema í glæpasögu eftir Kötu Jak. (þó án hreinskriftar Ragnars Jónassonar).
![]() |
Loftlagsvél (kolefnissuga) í íslenskri sveit |
Það hafa komið fram ýmsar sterkar gagnrýnisraddir og efasemdir bæði hérlendis og þá sérstaklega erlendis um starfsemi Climeworks á Íslandi og skemmst er að minnast áðurnefndar umfjöllunar Heimildarinnar þar sem fram komu ýmis vafasöm atriði þó ekki sé um að ræða beinar ásakanir um svindl. The Guardian fjallaði um Climeworks þ. 17. maí s.l. þar sem fram kemur, að að föngun væri langt undir öllum markmiðum og hafi þurft að segja upp um 10% af starsmönnum sínum.
Hér eru helstu atriði sem hafa vakið athygli:
Mjög takmörkuð geta til kolefnisföngunar
Nýleg rannsókn sýndi að flaggskipið, Mammoth-verksmiðjan, sem opnaði árið 2024 með áætlaða árlega getu til að fanga 36.000 tonn af CO2 (á ári) hafði aðeins náð að fanga 750 tonn, þar af 105 tonn nettó, frá opnun sinni. Orca-verksmiðjan, sem hóf starfsemi árið 2021, hefur aldrei náð að fanga meira en 1.000 tonn á ári af þeim 3.000 tonnum sem lofað hafði verið. Climeworks er þó búið að selja 380 þúsund tonn af kolefniskvóta þótt þeir hafi ekki getað afhent nema rétt rúmlega 1 þúsund tonn.
Hár rekstrarkostnaður og gífurleg orkunotkun
Tæknin sem Climeworks notar krefst mjög mikillar orku. Til dæmis þarf Orca-verksmiðjan um 8 milljónir kWh af varmaorku og 2,6 milljónir kWh af rafmagni árlega til að fanga 4.000 tonn af CO2. Til samanburðar nota öll heimilin í landinu samanlagt um 1,99 milljón kWh af raforku á ári.
Skv. grein K.K. á visir.is þurfa Climeworks-stöðvarnar á Íslandi um 4.300 kílóvött af varmaorku og um af 700 kílóvött raforku til þess að binda nettótonn af koltvísýringi úr andrúmslofti. Er það réttlætanlegt að íslensk heimili og t.d. garðyrkjubændur þurfi að keppa um raforkuverð við þessa ævintýrastarfssemi sem hefur ekki hefur hin minnstu áhrif á "loftslagið" eða hitastig jarðar?
Gagnrýni á áhrif og áherslur
Sumir sérfræðingar vara við því að of mikil áhersla á kolefnisföngun geti dregið athyglina frá nauðsynlegum aðgerðum til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Þeir benda á að tæknin sé enn á frumstigi og geti orðið til þess að fyrirtæki fresti raunverulegum loftslagsaðgerðum.
Skortur á gagnsæi og gagnrýni á fjármögnun
Climeworks hefur safnað verulegum fjármunum frá stórfyrirtækjum eins og Microsoft, H&M Group, Morgan Stanley, TikTok og British Airways o.fl. Sumir gagnrýnendur telja að þetta geti verið dæmi um grænþvott, "greenwashing", þar sem fyrirtæki fjárfesta í slíkum lausnum til að bæta ímynd sína án þess að gera raunverulegar breytingar á starfsemi sinni.
Niðurstaða
Þó að Climeworks hafi ekki beinlínis verið staðið að svindli, þá eru til staðar efasemdir um og gagnrýni á áhrif og árangur starfsemi þeirra á Íslandi. Tæknin er enn í þróun og krefst mikillar orku og fjárfestinga, og því er mikilvægt að halda áfram að fylgjast með framvindu hennar og meta raunveruleg áhrif hennar á loftslagsmál. Mun hún bjarga heiminum frá hamfarahlýnun eða eru þetta hreinir draumórar glóbalistanna? Starfsemi Climeworks á Íslandi skuldar nú um fimm milljarða. Hver er tilbúinn að borga og til hvers? Kannski Orkuveita Reykjavíkur sem á CarbFix og sem virðist vera til í hvaða vitleysu sem er á kostnað skattborgaranna að sjálfsögðu. Svo er veðrinu á Íslandi kennt um ófarirnar (og Trump auðvitað). Þess má geta að Time Magazine útnefndi árið 2024 Climeworks eitt merkilegasta framlag mannkynsins til "loftslagsmála". Sama tímarit gaf reyndar kolefniskrökkunum í Running Tide sömu einkun fyrir að varpa trékurli með steinsteypuídýfu í hafið. Þessu trékurli er nú brennt í ofnum járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga.
[1]: Grein Kjartans Kjartanssonar um Climeworks á visir.is
[2]: Upphafleg grein Heimildarinnar um Climeworks á Íslandi
[3]: Umfjöllun The Guardian
[4]: Grein í Geoengineeringmonitor.org um CarbFix og Climeworks
[5]: Grein um "kolefnissuguna" í Architecturaldigest.com
[6]: The Worlds Biggest Carbon Removal Plant Just Turned 2. So, Uh, Is It Working?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning