Gervigreindin - Sverð þitt og skjöldur?

Vörn borgarans gegn Græna gímaldinu við Álfabakka - Leiðbeiningar

Stjórnvöld víða um heim vara nú við áhrifum gervigreindar og það ekki af ástæðulausu. Hún getur verið afar öflugt tæki í höndum almennings til að berjast gegn ósanngirni, ofríki og valdníðslu stjórnvalda – ef hún er notuð rétt og gerð aðgengileg öllum. Hún getur skapað fólki rödd t.d. með samþættingu og greiningu á undirskriftalistum, samfélagsmiðlum og fréttum en einnig skrifað lagaleg og formleg mótmæli, kærur eða beiðnir. Einnig getur hún hjálpað fólki að beita réttum lagalegu úrræðunum á réttum tíma og sparað þannig bæði kostnað og tíma. 

green_dragon
Græna gímaldið fylgist vel með íbúum við Álfabakka

Hér verður gerð leikmannstilraun til að nýta gervigreind í þágu almennings við gerð kæru til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.

Græna gímaldið við Álfabakka

Reykvíkingar búa nú við þann grimma veruleika að stjórnvöld valti yfir þá og taki lítið sem ekkert tillit til skoðana þeirra eða og vilja í mörgum mikilvægum málum. Borgarlínan, stöðugar umferðartafir og þrengingar, umferðarbrú án bíla, þétting byggðar, forljótar byggingar og bílastæðamál eru augljós mál þar sem vilji borgarbúa hefur verið virtur að vettugi.

Nærtækasta dæmið er Græna gímaldið við Álfabakka. Ljóst er að borgaryfirvöld hafi ekki virkjað nægilega íbúa svæðisins í ákvarðanatökuferlinu því mörgum þeirra var ekki kunnugt um framkvæmdina fyrr en hún var langt komin á veg (málið minnir að ýmsu leyti á Coda Terminal í Hafnarfirði), og lýstu þeir mikilli óánægju með skort á gagnsæi. Þetta brýtur í bága við meginreglur um lýðræðislegt samráðsskylduferli í skipulagslögum.

Skipulagsstofnun taldi hins vegar að ekki þyrfti að framkvæma umhverfismat, þrátt fyrir áhyggjur íbúa og umfang verkefnisins (kjötvinnsla í þéttbýlu íbúðahverfi). Þetta hefur verið gagnrýnt sem veikleiki í varúðarreglu náttúruverndarlaga og mat á neikvæðum áhrifum á nærumhverfi. Ekki liggur fyrir að borgaryfirvöld hafi lagt fram sjálfstæða matsskýrslu um áhrif framkvæmda á samfélagið. Áhersla virðist hafa verið lögð á formlegt samþykki framkvæmda, án efnislegrar greiningar á áhrifum þeirra. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur tekið undir þessar áhyggjur og telur að unnt hefði verið að koma í veg fyrir flest vandamál sem tengjast Græna gímaldinu.

Helstu mistök Reykjavíkurborgar má telja meðal annars:

  1. Skortur á íbúasamráði og gagnsærri upplýsingagjöf.
  2. Undanþága frá umhverfismati þrátt fyrir áhyggjur og rök íbúanna.
  3. Óviðeigandi staðsetning iðnaðarstarfsemi í þéttbýli.
  4. Ófullnægjandi gögn og óskýr forsenduvinna.
  5. Vantraust hefur skapast vegna skorts á gagnsæi í ferlum  og breytinga á áður birtum fundargerðum.

Umhverfismat

Framkvæmdir við Álfabakka 2-4 í Reykjavík, þar sem fyrirhuguð er kjötvinnsla í svokölluðu „Græna gímaldi“, eru háðar umhverfismati samkvæmt lögum nr. 111/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Samkvæmt 1. viðauka laganna getur pökkun og niðursuða á jurta- og dýraafurðum, þar sem gólfflötur bygginga er að minnsta kosti 1.000 m², verið háðar umhverfismati. Í þessu tilviki er gólfflötur kjötvinnslunnar áætlaður um 3.200 m², sem fellur innan þess ramma samkvæmt viðaukanum.

Byggingarfulltrúi Reykjavíkurborgar hefur viðurkennt að mistök hafi átt sér stað við útgáfu byggingarleyfisins, þar sem mat á umhverfisáhrifum var ekki framkvæmt áður en leyfið var veitt. Því var ákveðið að stöðva framkvæmdir við kjötvinnsluna á jarðhæð hússins meðan beðið var niðurstöðu Skipulagsstofnunar sem barst 8. maí 2025. Í niðurstöðunni kemur fram, að á grundvelli fyrirliggjandi gagna, sé fyrirhuguð framkvæmd ekki talin líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. þau viðmið sem tilgreind eru í 2. viðauka laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana. (Í viðauka 2 eru viðmiðanir við mat á framkvæmdum tilgreindum í flokki B. í 1. viðauka: a. eðli framkvæmda og b. staðsetning framkvæmda).  
Því skal framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

Þrátt fyrir niðurstöðu Skipulagsstofnunar hafa íbúar í nágrenninu lýst yfir áhyggjum sínum vegna mögulegra neikvæðra áhrifa, svo sem skuggavarps og hávaða, sem kjötvinnslan gæti haft á nærumhverfið. Skipulagsstofnun hafi við mat sitt því ekki tekið nægilegt tillit til
a) eðlis framkvæmdarinnar og
b) staðsetningar framkvæmdarinnar, eins og stofnuninni ber skv. lögum.
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur tekið undir þessar áhyggjur og telur að unnt sé að koma í veg fyrir flest þau vandamál sem tengjast Græna gímaldinu.

Kæra til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna niðurstöðu Skipulagsstofnunar.

Samkvæmt 30. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana má kæra ákvörðunina til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er til 9. júní 2025.

Hvers vegna ætti ég að kæra?

Græna gímaldið snertir hagsmuni okkar allra. Þar er með alvarlegum hætti vegið að andlegri og líkamlegri líðan, sem og almennum lífsgæðum íbúa við Álfabakka. Græna gímaldið er dæmi um alvarleg skipulagsmistök að hálfu Reykjavíkurborgar og ætti að þjóna sem víti til varnaðar. Allir íbúar Reykjavíkur og í raun allir Íslendingar eru hagsmunaaðilar í þessu máli. Hér gefst tækifæri til að koma á framfæri ábendingum og krefjast úrbóta. Kæra þarf ekki að vera fullkomin. Aðal atriðið er að mótmæla úrskurðinum með einföldum rökum. Allir eru því hvattir til að senda inn kæru.
(sjá slóð á uppkast að kæru með Word sniði (.doc) hér að neðan


Hvernig á að kæra?

Hér eru stuttar leiðbeiningar um hvernig skuli kæra mál til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála:

Kæran skal vera skrifleg og má senda hana með því að skrá sig á
Mínar síður á Island.is 
undir liðnum „Umsóknir“ sem er einfaldasta aðferðin.
Einnig er hægt að senda kæruna með tölvupósti á
 
uua@uua.is 
en þá þarf hún að vera undirrituð með eigin hendi. 

Hvernig lítur kæra út?

Hér að neðan er slóð á dæmi um hvernig kæra til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála gæti litið út. Skjalinu má breyta að vild og að smekk. Birt með þeim fyrirvara að undirritaður er ekki löglærður og hefur ekki sérfræðiþekkingu í lögfræði.


Hægt er að hlaða niður uppkasti að kæru sem .doc (Word) skjal hér


Nánari leiðbeiningar er að finna á þessari slóð:

Hvernig á að kæra? - Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála

Við gerð þessa skjals er m.a. nýtt þjónusta gervigreindar, ChatGPT 

ref.
Lög um umhverfismat framkvæmda og áætlana 2021 nr. 111 25. júní

Skipulagsstofnun: Um umhverfismat framkvæmda 

Úrskurður Skipulagsstofnunar: Kjötvinnsla í húsnæði að Álfabakka 2a Ákvörðun um matsskyldu

ps

orðaskýringar: 

gervigreind (AI) = þeir að handan


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af þremur og tíu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband