Villuráfandi Viðreisn

Evrópuflokkurinn Viðreisn er eins máls flokkur. Hann var stofnaður árið 2014 af fýlupúkum í Sjálfstæðisflokknum með „háleit“ markmið í huga: Að koma Íslandi í Evrópusambandið, taka upp evru, selja rafmagn til útlanda og og tryggja að ákvörðunarvald Brussel hefði eitthvað að segja um hverjir mættu mjólka kýrnar á Húsavík. En framkvæmd markmiða flokksins hefur ekki gengið sem skyldi.

Viðreisn skilgreinir sig sem „frjálslyndan og alþjóðasinnaðan“ flokk – en óvíst er hvort hann líkist meira endurbættri Samfylkingu eða mýkri útgáfu Sjálfstæðisflokksins þ.e. eins og sá flokkur var áður. Flokkurinn er svo litlaus, miðjusækinn og gamaldags að hann hverfur algjörlega inn í pólitíska landslagið – eins og mosagróinn steinn á Þingvöllum.

Viðreisn_ESB_Alþingi

Einungis eitt mál er á dagskrá flokksins en það er „að auka enn frekar þátttöku Íslands í Evrópusamstarfinu og gerast fullgildur aðili að Evrópusambandinu“.

Í alþingiskosningunum 2024 naut flokkurinn stuðnings 15,8% kjósenda, sem samsvarar þeim hluta kjósenda sem styður aðild Íslands að Evrópusambandinu..

Óvinsældir Viðreisnar

Það er ljóst að Viðreisn hefur ekki náð verulegri fótfestu sem stjórnmálaflokkur og að margir líta á hann sem misheppnaðan, að hluta eða í heild. Ein helsta ástæðan er að flokkurinn hefur átt í erfiðleikum með að afmarka sig skýrt frá öðrum miðjuflokkum, sérstaklega í samanburði við Sjálfstæðisflokkinn og Samfylkinguna.
Stefna Viðreisnar í Evrópumálum nýtur lítils stuðnings í íslensku samfélagi, þar sem andstaða við ESB-aðild hefur vaxið og reynst viðvarandi. Flokkurinn á því erfitt með að höfða til kjósenda sem leggja áherslu á þjóðernisleg gildi. Þótt Viðreisn skilgreini sig sem frjálslyndan stjórnmálaflokk, hefur flokkurinn stutt mál sem margir telja vera andstæð lýðræði og fullveldi Íslands, svo sem Bókun 35, þriðja orkupakkann og ýmsar reglugerðir sem tengjast Evrópusambandinu. Þetta hefur valdið tortryggni meðal kjósenda sem annars gætu hugsað sér að styðja frjálslyndan miðjuflokk.

Formenn og frambjóðendur flokksins hafa oft verið taldir skorta persónutöfra og sannfæringarkraft sem leiðtogar. Þeir hafa verið litlausir. Af þeim sökum hefur flokkurinn ekki náð að byggja upp sterka forystusveit, sem getur leitt stefnu hans með skýru afli og höfðað til víðtækari hóps kjósenda. Viðreisn hefur einnig átt samstarf við aðra stjórnmálaflokka í ríkisstjórn án þess þó að hafa skilað áberandi árangri. Þetta hefur, að mati margra, dregið úr sjálfstæði flokksins og gert hann að minni háttar fylgiflokki með takmörkuð áhrif í augum kjósenda.

Sumir gagnrýnendur líta á Viðreisn sem fulltrúa hagsmuna ákveðinna elíta, þar á meðal bankastéttar, fjölþjóðlegra fyrirtækja og embættismanna sem styðja nánara Evrópusamstarf. Þetta gerir tengsl flokksins við almenna kjósendur erfiðari og einkum við þá sem leggja áherslu á þjóðlegt sjálfstæði og lýðræðislega ákvarðanatöku.

Formaður Viðreisnar – lakur leiðtogi

Þorgerður Katrín gegndi lengi lykilhlutverki innan Sjálfstæðisflokksins og starfaði meðal annars sem aðstoðarmaður Davíðs Oddssonar. Síðar gekk hún í Viðreisn, stjórnmálaflokk sem skilgreinir sig sem „frjálslyndan og Evrópusinnaðan“. Þessi umskipti hafa valdið tortryggni meðal kjósenda sem líta á þau sem merki um pólitískan vingulshátt og hugmyndafræðilegan óstöðugleika.

Sem fyrrverandi ráðherra í ríkisstjórn Geirs H. Haarde fyrir efnahagshrunið hefur hún sætt gagnrýni fyrir tengsl við fjármálakerfið sem hrundi árið 2008. Þrátt fyrir flokkaskipti hefur sú tenging áfram verið til staðar í huga almennings. Margir líta á hana sem fulltrúa elítunnar fremur en fulltrúa kjósenda. Undir hennar forystu hefur fylgi Viðreisnar staðið í stað og flokkurinn ekki náð afgerandi árangri í kosningum. Flokkurinn hefur haldið áfram að vera smár stjórnmálaflokkur á miðjunni, án þess að hafa haft veruleg áhrif á mótun ríkisstjórnarstefnu.

þorgerður Katrín alþingi

Formaðurinn leitast nú við að auka fylgi flokksins með því sem hún kallar að uppfylla „alþjóðlegar skuldbindingar“. Þetta felur í sér fjárveitingar til ýmissa umdeildra verkefna svo sem vopnakaupa til Úkraínu, þátttöku Íslands í utanríkisstefnu ESB og hugsanlega þátttöku í sameiginlegri varnarsamvinnu Evrópu. Þar að auki fékk flokkurinn í arf mikil fjárútlát frá ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur, sem Viðreisn styður, þ.m.t kolefnisskatta Evrópusambandsins og gífurlegan kostnað vegna málefna hælisleitenda. Formaðurinn vill fórna íslensku krónunni og taka upp evru án þess að vera komin í ESB, sem er algjörlega óraunhæft, jafnvel sem innantómt kosningaloforð.  

Þrátt fyrir kosningaloforð um að halda sköttum óbreyttum á kjörtímabilinu virðist skattbyrði almennings og fyrirtækja vera stöðugt á leiðinni til hækkunar. Það leynist engum, að innviðir Íslands glíma við verulegar áskoranir, svo sem menntakerfið, heilbrigðiskerfið, vegakerfið og félagslega kerfið, allt er þetta í algjörum ólestri. Margir öryrkjar og ellilífeyrisþegar búa við þröngan fjárhag, lepja dauðan úr skel á á sama tíma og Úkraína er sett á íslensk fjárlög og milljarðaframlög renna til NATO og ESB.   

Viðreisn_ESB_skattar_a copy

Hvaða afleiðingar hefði innleiðing Bókunar 35 í íslensk lög?

Því miður er vanvirðing fyrir stjórnarskrá íslenska lýðveldisins og landslögum orðin lenska undanfarin ár meðal kjörinna fulltrúa á Alþingi. Þingmenn og ráðherrar hika nú ekki við að leggja fram og samþykkja lagafrumvörp sem bersýnilega sem stangast á við stjórnarskrána og jafnvel landslög. 

Frumvarp utanríkisráðherra og formanns Viðreisnar um Bókun 35 er gott dæmi um algjört virðingarleysi gagnvart stjórnarskránni og í raun íslensku þjóðinni. Í kjölfarið hefur hópur borgara lagt fram kæru á hendur utanríkisráðherra og formanni Viðreisnar fyrir meint landráð, sem er afar sjaldgæft í íslenskri stjórnmálasögu. Frumvarpið, sem hefur sætt töluverðri gagnrýni, er ekki talið bregðast við brýnum úrlausnarefnum. Það gengur hins vegnar gegn stjórnarskránni að gefa löggjöf sem samin er erlendis forgang umfram löggjöf sem samin er hérlendis. Frumvarpið eykur því á flækjustig og kostnað og eykur einnig á réttaróvissu.
 
Carl Baudenbacher, fyrrverandi dómari og forseti EFTA dómstólsins, sagði í  viðtali við Morgunblaðið þann 16. september 2024: „Meðan ég var í dómnum var ég þeirrar skoðunar að Island hefði ekki innleitt bókunina með réttum hætti og að því bæri að gera það. En það mætti líka segja að þetta ástand hafi varað svo lengi og án teljandi vandkvæða, að það væri ástæðulaust með öllu að hrófla við því. “

Helstu afleiðingar Bókunar 35:

Skerðir fullveldið: Alþingi missir sjálfstætt vald sitt til að hafna EES-reglum.
Brýtur gegn stjórnarskránni: Fer gegn 2. og 3. gr. um þrískiptingu valds og löggjafarvald Alþingis.
Skerðir lýðræðið: Almennir borgarar hafa ekki lengur áhrif á lagasetningu.
Aukið vald framkvæmdarvalds og erlendra stofnana
: Reglur geta orðið bindandi án samþykkis Alþingis.
Hætta á fordæmi: Skapar grundvöll fyrir frekara framsal valds til ESB/EES.
Dregur úr réttaröryggi: Reglur verða óskýrari og valdaskipting óljósari.
Áhrif á dómskerfið: Dómarar og eftirlitsstofnanir fá aukin völd án lýðræðislegs umboðs (e. judicial legislation).
Áhrif á sjávarauðlindina:

Innleiðing Bókunar 35 myndi veikja forræði Íslands yfir sjávarauðlindunum. Almenningur á Íslandi hefur ítrekað lýst andstöðu við að afhenda Brussel vald yfir fiskveiðistefnu Íslands.

Framlagning frumvarps utanríkisráðherra um Bókun 35 hefur verið túlkuð af lögfróðum mönnum ekki einungis sem mögulegt brot á trúnaðarskyldum í opinberu starfi, heldur einnig brot á fullveldi ríkisins og grunngerð stjórnskipunar. Framlagning og stuðningur við frumvarpið hefur í því ljósi verið tengdur við ákvæði landráðakafla almennra hegningarlaga af gagnrýnendum.

Hvers vegna ættu menn ekki að kjósa Viðreisn?

Kjósendur sem leggja áherslu á lýðræði og fullveldi eru líklegir til að gagnrýna stjórnmálaflokka sem telja ekki að innganga Íslands í alþjóðleg bandalög feli í sér framsal fullveldis. Sjálfstæði Íslands var endurheimt eftir langa, sögulega þróun því það tók okkur Íslendinga 700 ár að öðlast aftur sjálfstæði og margir gagnrýnendur hafa lýst áhyggjum yfir því að slíkar stefnur ógni sjálfstæði ríkisins.

Viðreisn stefnir að því að fórna löggjafarvaldi Alþingis og Ísland undirgangist yfirþjóðlegt dómsvald Evrópska dómstólsins (ECJ). Stefna Viðreisnar hefur því verið gagnrýnd fyrir að fela í sér framsal á löggjafarvaldi Alþingis og að Ísland samþykki að hlíta dómsvaldi Evrópska dómstólsins (ECJ). Slíkt fyrirkomulag gæti haft áhrif á stjórnarskrárbundið löggjafarvald Alþingis á lykilsviðum svo sem á orkumál, sjávarútveg og aðra lykilþætti efnahagskerfisins.

Viðreisn studdi með ráði og dáð innleiðingu samkeppnisreglna og orkupakka ESB með tilheyrandi afleiðingum á raforkumarkaðinn hér á landi sem almenningur og eigendur smærri fyrirtækja, þar á meðal í gróðurhúsarekstri, hafa fundið fyrir vegna hækkunar raforkuverðs, sem enn er talið líklegt að aukist.

Viðreisn_ESB_Alþingi_c

Viðreisn hefur ítrekað lýst efasemdum um þjóðaratkvæðagreiðslur í tengslum við mikilvæg mál og hefur stutt það að skuldbindingar Íslands gagnvart ESB/EES verði lögfestar án sérstakrar þjóðaratkvæðagreiðslu. Margir telja þetta ganga gegn meginhugmyndum lýðræðis og sjálfstæðis, þar sem ákvörðunarvald í málum sem snerta fullveldi er talið að ætti að vera í höndum almennings. Sagt hefur verið að Viðreisn hafi verið stofnuð til að fremja landráð. 
Í ræðu og riti hefur forysta Viðreisnar verið gagnrýnd fyrir að draga úr vægi íslensks fullveldis og vísa til þess sem „úreltrar“ hugsunar. Þetta hefur að mati gagnrýnenda rýrt traust til flokksins, sem samkvæmt hefðbundnum stjórnmálahugsunarhætti ætti að standa vörð um þá baráttu, sem leiddi til sjálfstæðis Íslands árið 1918 og stofnunar lýðveldis árið 1944.

Ályktun:

Ef þú lítur á stjórnarskrána sem grundvallarstoð ríkisvaldsins, að fullveldi Íslands sé órjúfanlegt og að lýðræði og þjóðarvilji eigi að vera ráðandi í ákvarðanatöku,  þá er ljóst að það samræmist ekki þeirri skoðun að rétt sé að styðja Viðreisn, flokk sem hefur með stefnum, aðgerðum og samstarfi leitast við að veikja grundvallarstoðir lýðveldisins.

Að lokum:

Þriðji orkupakki ESB eyðilagði Sjálfstæðisflokkinn.

Bókun 35 mun gera útaf við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn.

Áfram Ísland!

 

 


#viðreisn #ESB #Bókun 35 #fullveldi Íslands #frelsi #EES-samningur #sjálfstæði #lýðræði #lýðveldi #Ísland #landráð #stjórnarskrá #stjórnarskrárbrot  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Júlíus.

Glæsileg færsla.

Ég er algjörlega sammála þér að öllu leyti.

Það eina sem ég gæti mögulega fundið að í þessari ágætu djúpu skilgreiningu þinni, er að ég hefði alveg getað notið hennar í fleiri pörtum, jafnvel svona þremur!

Ég á mögulega óeðlilega erfitt með að halda einbeitingu í nema fáar málsgreinar, en ég reyni bara að gefa mér góðan tíma.

Jónatan Karlsson, 20.6.2025 kl. 12:37

2 Smámynd: Júlíus Valsson

Takk Jónatan!
Þetta er fremur hugsað sem handbók í nöldri en skemmtilestur.
Skil þó vel ADHD og ADD vandamálin.  

Júlíus Valsson, 20.6.2025 kl. 14:21

3 identicon

Ágætur pistill. Ég hef nú tíðum sagt, að Sjálfstæðisforystan verði að muna, hver uppruni Sjálfstæðisflokksins er, og hvers vegna flokkurinn heitir þessu nafni, - einmitt vegna þess, að hann barðist fyrir sjálfstæði þjóðarinnar. Meðan Bjarni Benediktsson var í formannssætinu, þá sagði ég oft, að hann yrði að muna það, að það hafi verið langafi hans, Benedikt Sveinsson, sem var formaður þeirrar nefndar, sem barðist fyrir því að Ísland yrði lýðveldi árið 1944. - Það verða aðrir þeir, sem sitja í forystusætunum að muna líka, og vinna að því að verja lýðveldið. Ég er hissa, ef það verður ekki. Þeir Sjálfstæðismenn, sem treysta sér ekki til þess mundi ég segja að væru í vitlausum flokki, og ættu að fara í Viðreisn og kjósa þann flokk. Samfylkingin er eins og hún er. Gamli Alþýðuflokkurinn stóð heill og óskiptur að stofnun Samfylkingarinnar, Alþðyðubandalagið klofnaði í tvennt. Ég hef sagt það í færslu hjá Jóhanni Elíassyni, að faðir minn, verkalýðsforinginn Jón Sigurðsson, stofnandi og fyrsti formaður Sjómannasambands Ísland, var að vísu Alþyðuflokksmaður og þar bæði í flokksstjórn og framkvæmdastjórn, en það er fjarri því, að hann hafi verið sammála öllu í flokksstefnunni, og harður andstæðingur ESB, vildi ekki sjá, að Ísland gengi í það bandalag, og sagði það ekki eiga þar heima. Báðir foreldrar mínir voru lýðveldisbörn og voru á Þingvöllum 1944. Faðir minn mátti ekki heyra það nefnt, að Ísland gengi í ESB, - sérstaklega út af fiskimiðunum. Ég var því alin upp sem andstæðingur ESB-aðildar og hef alltaf verið það. Ég vil lifa og deyja í lýðveldinu Íslandi. Ég skil ekkert í þessu fólki, sem vill endilega ana inní ESB. ÞKG virðist nú hafa ESB á heilanum hreint, og gott á meðan hún þylur ekki svipað og Jóhannes úr Kötlum, þegar hann spurði í ljóði sínu "Sovét-Ísland óskalandið, hvenær kemur þú", en ÞKG hlýrue að vera búin að breyta því í ESB-Ísland óskalandið, hvenær kemur þú. Vonandi kemur sá dagur aldrei, fremar en draumurinn um Sovét-Ísland, að sá óskadraumur hennar rætist nokkurn tíma. Ég skil bara ekkert í þessu fólki, sem vill endilega tengjast ESB, og heldur að það verði til einhvers góðs. Það á að vita betur. Ég yfirgaf Samfylkinguna eftir átta eða níu ár, því að ég var búin að fá nóg af þessu rugli þeirra og stefnu Dags og kó hér í Reykjavík, og hef verið staðfastur kjósandi Framsóknar síðan og treysti þeim og þeirri stefnu, sem þeir bjóða. Mér líst ekkert á þessa Bókun35 og dauðhrædd um, hvað það muni þýða og hvað geris, ef alþingismenn fara að gera þá vitleysu að samþykkja þann andskota. Það verður með einhverju móti að koma í veg fyrir það, að það mál verði samþykkt. Ég get ekki sagt annað.

Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 20.6.2025 kl. 14:43

4 Smámynd: Júlíus Valsson

Takk fyrir þetta Guðbjörg Snót. Áhugaverð lesning. Framsókn stóð sig afar illa í máli 3. orkupakka ESB og ég á ekki von á öðru en að þeir svíki þjóðina í máli Bókunar 35, en vonandi hef ég rangt fyrir mér. Það er engu líkara en að menn verði gufuruglaðir við að vera kosnir til setu á Alþingi. Stjórnarskrá? Hvað er nú það?

Júlíus Valsson, 20.6.2025 kl. 14:58

5 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Frábær pistill og svo sannur.

Tek undir allar athugasemdir hér að ofan.

Sigurður Kristján Hjaltested, 21.6.2025 kl. 10:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband