Um moldvörpur í ráðuneytinu

Moldvörpur eru víða óvinsælar skepnur. Þær sjást ekki en skilja eftir sig skýr ummerki á yfirborðinu með því að grafa göng undir jarðveginn og mynda moldarhrúgur. Þær starfa neðanjarðar og erfitt er að halda þeim í skefjum og moldarhrúgurnar halda áfram að vaxa öllum til ama.

Það virðist skipta litlu máli hvaða stjórnmálaflokkur á Íslandi sér um málefni orkumála. Niðurstaðan er sú sama: moldvörpurnar í ráðuneytinu vinna hörðum höndum að því að færa stjórn orkumála og orkumarkaðinn í landinu alfarið undir skrifstofuveldið í Brussel, þar sem áhersla er á einkavæðingu orkumarkaðarins, markaðssetningu raforkunnar með uppboðsmarkaði, sölu Landsvirkjunar, ásamt því að drita niður vindmyllum og smávirkjunum víðs vegar um landið.

Allt þetta er leitt af ESB og erlendum stórfyrirtækjum, oft undir formerkjum „loftslagsmála og orkuskipta“ eða jafnvel „hamfarahlýnunar“. Með mikilli leynd er nú unnið að undirbúningi 4. orkupakka ESB og í beinu framhaldi af honum lagningu sæstrengs til Bretlands, sem mun hafa í för með sér mikla hækkun á raforkuverði hér á landi eins og þekkist frá frændþjóðunum í Noregi og Svíþjóð.

joh_orkuskort_1

Nú hefur ráðherra orkumála, aðalmoldvarpan, fullyrt hróðugur í fjölmiðlum að honum hafi tekist að fá samþykkt frumvarp á Alþingi sem „tryggir forgangsraforku til heimilanna á viðráðanlegu verði á tímum orkuskorts“. Þeir sem þekkja til orkupakka ESB vita að þessi „gjöf“ til íslensku þjóðarinnar er ekki merki um gjafmildi og góðmennsku ráðherrans eða embættismannanna í ráðuneytinu, heldur staðfestir hann hér nær orðréttan texta úr 1., 2. og 3. orkupakkanum, sem í raun hefði getað verið innleiddur fyrir löngu.

Gallinn er hins vegar sá, að hér er einungis tryggð forgangsorka til heimila á Íslandi við hörmulegar aðstæður og hamfarir, svo sem eldgos, jarðskjálfta eða stríð, þ.e. þegar nauðsynlegt er að skammta raforku vegna slíkra eða enn verri aðstæðna. Hvað ráðherrann og embættismennirnir meina með „viðráðanlegu verði“ er hins vegar algjörlega óljóst. Þeir þurfa líklega að leita skýringa á því hjá ESB. En hversu oft hefur í raun þurft að skammta raforku á Íslandi vegna náttúruhamfara eða stríðsátaka?

Þetta frumvarp orkumálaráðherrans er því algjörlega gagnslaust fyrir almenning og smærri fyrirtæki!

Þau þurfa áfram að keppa við stórnotendur á raforkumarkaði, nema þegar landið stendur frammi fyrir alvarlegum náttúruhamförum eða stríðsátökum.

mole-windmills_1_eu_2

Ráðherranum (yfirmoldvörpunni) dettur ekki í hug að setja þak á raforkuverð til heimila eða arðsemisþak á raforkusölu/dreifingu til heimila og smærri fyrirtækja í landinu. Það samræmist ekki reglum ESB og ljóst er að Íslendingar geta ekki lengur sett eigin orkulög án afskipta ESB, sem er bæði áhyggjuefni og afar niðurlægjandi.

Ísland er að þróast í að verða áhrifalaust jaðarríki sem framleiðir orku og hráefni fyrir Brussel. Ekki að undra þó ráðherranum og öðrum ESB-sinnum liggi á að innleiða Bókun 35, sem gerir allar þessar aðgerðir ESB mun auðveldari þar sem reglur og lög ESB gilda þá alfarið í stað íslenskra og Alþingi Íslendinga þvælist þá ekki lengur fyrir.

Líkt og alvöru moldvarpa grefur ráðherrann hægt og bítandi undan traustum, skilvirkum og ódýrum raforkumarkaði fyrir heimilin og smærri fyrirtæki á Íslandi og skilur eftir moldarhrúgur og ringulreið sem þjóðin áttar sig á of seint, þ.e. ekki fyrr en henni berst orkureikningurinn.

Íslandi er stjórnað af moldvörpum. 

 

Ref.

https://eur-lex.europa.eu/eli/dir/2009/72/oj/eng

#ESB #Bókun 35 #fullveldi Íslands #frelsi #EES-samningur #sjálfstæði #lýðræði #Ísland #stjórnarskrá #stjórnarskrárbrot #orkupakki #orkupakkar #þriðju orkupakkinn #raforka #raforkumarkaður  Top of Form


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og fjórtán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband