Hver er svikaraflokkurinn?

Flokkur fólksins (FF) lagði fram alls 20 lagafrumvörp á nýloknu þingi. Ekkert af þeim hlaut brautargengi.  Þar voru þó ýmis þjóðþrifamál, svo sem breytingar á almannatryggingum og endurskoðun örorkulífeyriskerfis almannatrygginga, húsaleigulög, samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, skipulag haf- og strandsvæða og lög um leigubifreiðaakstur. Öll þessi mikilvægu mál eru enn óafgreidd í Alþingi. Hvers vegna?

Ríkisstjórn Íslands er nú skipuð þremur stjórnmálaflokkum. Tveir þeirra hafa í stefnuskrá sinni að Ísland gangi í Evrópusambandið (ESB) en einn þeirra, FF, hefur slíkt ekki í stefnuskrá sinni og forysta flokksins hefur ítrekað fullyrt að hún sé alfarið andvíg aðild Íslands að ESB. Evrópumálin voru ekki forgangsmál í kosningabaráttu Viðreisnar og formaður Samfylkingarinnar lofaði í kosningabaráttunni vorið 2025 að aðild að ESB yrði ekki á dagskrá, þ.e. yrði ekki forgangsmál kæmist flokkurinn til valda, hún vildi ekki kljúfa þjóðina.

Ríkisstjórnin hefur samt sem áður einungis haft tvö forgangsmál á sinni könnu eftir að hún komst til valda: að veikja stærstu sjávarútvegsfyrirtækin og fiskvinnsluna í landinu og ganga í ESB. Forystumönnum hennar dettur ekki í hug að snúa sér að þeim málum sem helst brenna á fólkinu í landinu: húsnæðismál ungs fólks, málefni eldri borgara og fatlaðs fólks, ástandið í heilbrigðismálum, vegakerfinu, útlendingamál og verðbólga, sem haldið er uppi með gegndarlausu fjáraustri í gjörsamlega gagnslaus og ómerkileg málefni, svo sem stríðsrekstur í Austur-Evrópu, loftslagsmál o.fl.

Slæmt ástand í húsnæðismálum, vaxtaokur og verðtrygging eru notuð sem gulrætur fyrir ESB-aðild auk þess er hermangið í Evrópu og Rússagrýlan notuð til að gera lítið úr varnarmálum Íslands, sem í raun hafa aldrei verið tryggari með aðild að NATO og öflugum varnarsamningi við Bandaríkin, voldugasta herveldi heims. Öll vandamál Íslands eru sögð hverfa með ESB-aðild.

Staðreyndirnar eru þær að vaxtarstig er mjög mismunandi í ríkjum ESB, og verðtrygging er þar alls ekki bönnuð, þó hún sé ekki algeng. Alþingi getur, ef vilji er fyrir hendi, auðveldlega breytt reglum um starfsskilyrði banka, svo fleiri geti sótt um húsnæðislán, t.d. þeir sem nú greiða himinháa húsaleigu. Vaxtaokrið er heimatilbúið. Útlenskir bankar leysa ekki þann vanda sem er heimatilbúinn.  Arion banki er í eigu útlendinga, en lánakjör hans eru ekki betri en hjá hinum bönkunum.

„Öryggis- og varnarsamningur“ við ESB er í raun lélegur brandari og hreint lýðskrum. Aðstæður eldri borgara og öryrkja batna ekki við ESB-aðild. Íslensk lagasetning getur hins vegar stórbætt kjör þessara hópa, ef vilji er fyrir hendi. Íslandi mun ávallt vera betur borgið utan ESB!

Flokkur fólksins var svikinn af öðrum flokkum í ríkisstjórninni. Það var aldrei ætlunin að þeir kæmu upp á dekk.

Svikaraflokkarnir eru tveir: Viðreisn og Samfylkingin.

Þessir flokkar sviku bæði FF og íslensku þjóðina. Öflugasta svar FF er að hafna Bókun 35 og þjóðaratkvæðagreiðslu um umsókn /aðlögunarviðræður að ESB án undangenginna og nauðsynlegra breytinga á stjórnarskránni. Þjóðaratkvæðagreiðslur á Íslandi eru pólitískt bindandi, og afar ólíklegt er að Alþingi og/eða forseti Íslands gangi gegn vilja þjóðarinnar.

Aðild að Evrópusambandinu felur í sér umfangsmikið framsal löggjafarvalds, framkvæmdavalds og dómsvalds til stofnana ESB, s.s. framkvæmdastjórnarinnar, Evrópuþingsins og Evrópudómstólsins. Ríkisstjórn Íslands getur ekki efnt til bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild eða aðlögun að ESB, nema að gerðar verði breytingar á stjórnarskrá sem heimili framsal ríkisvalds.

Ríkisstjórnin getur því hvorki lagt málið fyrir þjóðina í bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu né gerst aðili að ESB án undangenginna stjórnarskrárbreytinga.

Flokkur fólksins getur nú ráðið örlögum svikastjórnarinnar, sem ekki hefur staðið við neitt af sínum kosningaloforðum, nema að hafa gert sjávarútvegsfyrirtækjum og fiskvinnslunni í landinu erfitt fyrir.

Áfram Ísland!


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fimm og átta?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband